Saga - 2021, Side 156
Ég legg til að flokka þessar sjálfsævisögur sem íhlutun í þeim skilningi
að sagnfræðingarnir nota sjálfsævisögur sínar, með meira eða minna
meðvituðu höfundaráformi, til að taka þátt í, hafa milligöngu um og
grípa inn í fræðilegar umræður með því að nota söguna af eigin vits-
munalega og fræðilega ferðalagi sem uppsprettu historiografíunnar.8
Ég lít svo á að almenn historiografísk umræða af þessu tagi sé mikil -
væg fyrir fræðinálgun sem er í mikilli mótun nú um stundir. Ég er
þeirrar skoðunar að þeir sem hafa tjáð sig um efnið á undanförnum
misserum hafi ekki tekið til skoðunar mikilvæga þætti í þróunar -
sögu kvenna- og kynjasögunnar. Hér er ég einkum að vísa til nýlegr-
ar greinar Hafdísar Erlu Hafsteinsdóttur sem birtist í Sögu á síðasta
ári en ég mun koma að efni hennar síðar í þessari grein.9
Kvennasaga eða kynjasaga
Ég fór heim fullur andagiftar af ráðstefnu Rannsóknastofu í kvenna -
fræðum og skrifaði á næstu mánuðum grein um gildi kynjasög -
unnar fyrir sagnfræðina sem birtist um síðir 1997 í Sögu. Hún var
afrakstur markvissra hugleiðinga um fyrirbærið á meðan doktors-
námi mínu stóð úti í Bandaríkjunum og sérstaklega eftir að grein
Agnesar Arnórsdóttur, „Frá kvennasögu til kerfisbundinna rann-
sókna“, birtist í Nýrri sögu árið 1991.10 Sú grein boðaði sannkallaða
byltingu í íslensk um sagnfræðirannsóknum, sjónarhorn sem bauð
upp á mikil umskipti í íslenskri sagnfræði.11 Í grein minni vildi ég
sigurður gylfi magnússon154
„Making History by Contextualizing Oneself: Autobiography as Historio gra -
phical Intervention,“ History and Theory 54 (maí 2015): 244–268; Jeremy Popkin,
History, Historians and Autobiography (Chicago: University of Chicago Press, 2005).
8 „I propose to classify these autobiographies as interventional in the sense that
these historians use their autobiographies, with a more or less deliberate authorial
intention, to participate in, mediate, and intervene in theoretical debates by using
the story of their own intellectual and academic itineraries as the source of historio-
graphy.“ Jaume Aurell, „Making History by Contextua lizing Oneself,“ 245–246.
9 Hafdís Erla Hafsteinsdóttir, „Landnám kynjasögunnar á Íslandi,“ Saga 58, nr.
2 (2020): 35–64.
10 Sigurður Gylfi Magnússon, „Kynjasögur á 19. og 20. öld? Hlutverkaskipan í
íslensku samfélagi,“ Saga 35 (1997): 137–177.
11 Agnes Arnórsdóttir, „Frá kvennasögu til kerfisbundinna rannsókna,“ Ný saga
5 (1991): 33–39. Agnes gaf síðan út merkilega bók sem nefndist Konur og víga-
menn: Staða kynjanna á Íslandi á 12. og 13. öld. Sagnfræðirannsóknir 12 (Reykja -
vík: Sagnfræðistofun og Háskólaútgáfan, 1995) þar sem þessi nýja fræðinálgun
var í brennidepli.