Saga - 2021, Blaðsíða 221
haldslýsingu á Leche de Islandia svo ekki sé meira sagt. Greinin um við -
skiptasambandið er góð og skýrandi lýsing á saltfiskverslun Íslendinga við
erlend ríki í samhengi við afléttingu danskrar einokunar á Íslandi, þá miklu
hnökra sem augljóslega gátu myndast við milliríkjaviðskipti á milli vínsölu-
manna á Spáni og góðtemplara á Íslandi, samskipti við sundraða þjóð í
miðri borgarastyrjöld og síðar samskipti við einræðisherra sem ekki fékk
viðurkenningu frá umheiminum. Greinin er mjög fræðandi og ekkert er
minnst á viðskipti með mjólkurafurðir, sem lítur ekki vel út fyrir Vasconcel.
Aðrir kaflar eru ekki síður áhugaverðir, hafa víða skírskotun og fjarveru
þeirra í þessari umfjöllun ber ekki að taka sem lasti. Kaflinn um Jakobs veg -
inn er ágætt ágrip á þeirri löngu sögu sem vegurinn ber og mun vafalaust
veita vegfarendum sem þar um fara betri skilning á þessari miklu hefð. Grein
Erlu Erlendsdóttur, „Orð að láni: Um orð af spænskum uppruna í íslensku
og íslensk orð í spænsku“ er afrakstur mikilla rannsókna þar sem þekking
hennar á báðum tungumálum verður öllum ljós. Greinin er mjög merkileg
samantekt á sameiginlegum orðaforða Íslendinga og Spánverja, hvernig orð
úr tungumáli eins laumuðu sér inn í tungumál annars hvort sem það gerðist
í viðskiptum, vegna áhrifa frá fornbókmenntum eða með uppgötvunum og
nafngiftum í líf- og jarðfræði, svo dæmi séu tekin. Lesandi skal ekki síður
renna augum yfir heimildaskrána við téða grein til að gera sér almennilega
grein fyrir rannsókninni og þeirri heimildaöflun sem þar er að baki.
Kaflar tileinkaðir upphafi spænskukennslu á Íslandi, æviritun Íslend -
inga sem tóku þátt í spænsku borgarastyrjöldinni, umfjöllun um spænskar
bókmenntir á íslensku og íslenska höfunda sem náð hafa til spænskra les-
enda ásamt lokaköflunum tveimur þar sem tekin eru viðtöl við Spánverja
búsetta á Íslandi og Íslendinga á Spáni er góð lending eftir lestur um sam-
skipti á milli landanna tveggja, sem oft og tíðum voru stormasöm.
Ef gagnrýna má ritstjóra fyrir eitthvað þá er það hógværð. Það vantar
allar upplýsingar um ástæður þess að verkið var unnið, lesandi vill vita um
tilurð og ákvarðanir varðandi grunnskipulagið. Hvort einfaldlega hafi verið
leitað eftir öllu sem mögulega gat tengt löndin tvö eða hvort verkefnið hafði
afmarkanir og þá hverjar. Eftir lestur bókarinnar munu lesendur mögulega
ekki gera sér grein fyrir hve mikla þekkingu þeir voru í raun að afla sér í
samhengi við þær upplýsingar og gögn sem til eru. Í inngangi segja rit -
stjórar að vilji þeirra sé að gera yfirgripsmikið verk um samskipti landanna
og að von þeirra sé að áhugasömum þyki fengur að því, í sanngirni sagt er
staðið við hvort tveggja.
Ég vil óska öllum sem stóðu að útgáfunni til hamingju, verk þeirra er
bókmennta- og menningarleg brúarsmíð þar sem fátt sýnir öðru landi jafn
mikla virðingu eins og rit af þessu tagi. Vonandi er bók þessi hin fyrsta í
langri ritröð: yfir til næstu tungumáladeildar.
Yngvi Leifsson
ritdómar 219