Saga - 2021, Síða 149
í Þjóðskjalasafni. Þó ber að hafa í huga að í gegnum tíðina hafa slíkar
upplýsingar, hvort sem þær eru ritaðar á umslög eða blöð, almennt
ekki verið lagðar í skjalasafn viðkomandi embætta. Þannig eru umslög
sem berast opinberum aðilum í dag ekki talin vera hluti af skjala -
safni viðkomandi aðila nema að utan á þau séu ritaðar upplýsingar
sem hafi þýðingu fyrir úrlausn erindisins. Eins og áður hefur komið
fram eru umslög eða umbúðir utan um peningabréf varðveittar í
skjalasöfnum embætta í Þjóðskjalasafni en ætla verður að það hafi
tengst verklagi hvers embættis.
Þegar Biblíubréfið kom fram á sjónarsviðið árið 1973 kærði Hall -
dór Gunnlaugsson, hreppstjóri og sonarsonur Þorsteins Jónssonar,
sýslumanns Árnessýslu 1867–1879, stuld á bréfinu sem hann taldi
hafa verið eign Þorsteins. Halldór taldi að Biblíubréfið væri eign hans
sem afkomanda sýslumanns og fór af stað sakamálarannsókn um
hvort bréfinu hefði í raun verið stolið frá Kiðjabergi.41 Rannsókn
lögreglu leiddi þó ekki til niðurstöðu og var málið látið niður falla.
Athygli vekur það viðhorf Halldórs að Biblíubréfið, sem var sent til
sýslumanns Árnessýslu vegna embættisstarfa hans, gæti talist einka -
eign. Skjöl sem hafa orðið til, borist eða verið viðhaldið við starfsemi
opinberra aðila eru hluti af skjalasafni viðkomandi aðila og geta
aldrei talist vera einkaeign heldur eru þau opinber skjöl og því eign
hins opinbera, þ.e. ríkisins eða sveitarfélaga eftir atvikum. Þá hlýtur
það líka að vera álitaefni hvort að gögn eða gripir geti færst úr opin-
berri eigu og í einkaeigu nema að hið opinbera ákveði sérstaklega
að selja eða gefa viðkomandi hluti, þá oftast í kjölfar samkomulags
eða samnings þar um. Það á væntanlega við um til dæmis þjónustu -
frímerki sem eingöngu voru notuð á sendingar á milli opinberra
aðila. Í nútímastjórnsýslu væri söfnun á verðmætum eins og umslaga
og frímerkja óheimil hjá starfsfólki opinberra embætta. Það stríðir
gegn siðareglum opinberra starfsmanna að safna slíkum gögnum
sem eru í eigu opinberra aðila til eiginhagsmuna.42
uppruni og varðveislusaga biblíubréfsins 147
41 ÞÍ. Sakadómur Reykjavíkur 1988/52. FC4/119, örk 2. Kæra Halldórs Gunn -
laugs sonar til Sakadóms Reykjavíkur dags. 14. febrúar 1973.
42 Sjá t.d. almennar siðareglur starfsmanna ríkisins, siðareglur starfsmanna Stjórnar -
ráðs Íslands og siðareglur skjalavarða: Vef. „Almennar siðareglur starfs manna
ríkisins,“ stjornarradid.is, 22. apríl 2013. Stjórnarráð Íslands, sótt 10. september
2021; Vef. „Siðareglur starfsfólks Stjórnarráðs Íslands,“ stjornarradid.is, 3. maí
2021. Stjórnarráð Íslands, sótt 10. september 2021; Vef. „Siða reglur Alþjóða
skjalaráðsins,“ skjalasafn.is, 6. september 1996. Þjóðskjalasafn Íslands, sótt 10.
september 2021.