Saga - 2021, Side 14
taka myndina „til þess að hægt sje að sjá greinilega, hvernig sporin
eru tekin í þessum dansi, en þau þurfa að sjást vel, ef þau eiga að
lærast rjett“.20
Lítið var um kvikmyndagerð á Íslandi á þessum árum. Peter
Petersen, forstjóri Gamla bíós, kvikmyndaði reglulega viðburði í
kringum Reykjavík og sýndi í kvikmyndahúsi sínu. Þá var Loftur
Guðmundsson ljósmyndari búinn að gera tvær stuttar kvikmyndir
og eina lengri. Sú lengri var heimildarmyndin Ísland í lifandi mynd -
um (Loftur Guðmundsson, 1925), tímamótamynd í kvikmyndasögu
Íslendinga þar sem hann ferðaðist um landið og tók upp líf og störf
til sjávar og sveita. Loftur var mikill frumkvöðull í kvikmyndagerð
á Íslandi en skorti sárlega fjármagn, þar sem ríkisstyrkir voru lítið
annað en fjarlægir draumar, þannig að hann fann upp á ýmsum
leiðum til að fjármagna myndir sínar. Þetta gerði hann meðal ann -
ars með samstarfi við fyrirtæki og með mynd Ruthar kemur í ljós
að hann seldi einnig þjónustu við gerð kvikmynda. Án þess að
Loftur sé nokkurs staðar skráður fyrir myndinni hafa rannsóknir
mínar leitt í ljós að Ruth hefur ráðið Loft til kvikmyndagerðarinnar
og fengið afnot af ljósmyndastofu hans til að gera myndina.21 Að -
eins hún var skráð fyrir myndinni í fjölmiðlum og mætti hún með
systur sína á ljósmyndastofu Lofts, í kjallara Nýja bíós, til að taka
upp og kynna fyrir fólki þá dansa sem voru dansaðir í stórborgum
Evrópu.
Myndin er augljóslega kvikmynduð í ljósmyndastúdíói, líklegast
til að hafa aðgengi að góðri lýsingu, en ljósin voru þó enn ekki nægi-
lega góð til að lýsa annað en rétt bara aðalpersónurnar og virkar
hún þess vegna nokkuð dimm. Hefðbundin ljós, aðalljós og fylliljós,
gunnar tómas kristófersson12
20 Morgunblaðið, 4. desember 1927, 10. Hér er annað dæmi um umfjöllun um Ruth
sem einnig má finna sem auglýsingu á forsíðu blaðsins.
21 Óljóst var hver hefði tekið myndina en þessi niðurstaða er afrakstur umfangs-
mikillar skoðunar á bakgrunnum þeim sem notaðir voru á ljósmyndastofum
á Íslandi á þessu tímabili og samanburðar við það litla sem sést af
bakgrunnum í kvikmyndinni. Myndir Lofts af Rigmor Hanson á póstkortum
komu rannsakanda að lokum á sporið og það fer ekki á milli mála að myndin
var tekin upp í ljósmyndastúdíói Lofts Guðmundssonar. Merkileg bók hefur
verið skrifuð um Loft Guðmundsson, ævi hans og störf: Enginn getur lifað án
Lofts, ritstj. Inga Lára Baldvinsdóttir (Reykjavík: Þjóðminjasafn Íslands, 2002).
Í bókinni er grein Erlendar Sveinssonar ,,Frekar bogna en brotna: Um frum -
kvöðul í íslenskri kvikmyndagerð“ (19–62) þar sem farið er yfir feril Lofts sem
kvikmyndagerðarmanns.