Saga - 2021, Síða 112
ins og hins nýja og stuðlaði að auknu sjálfræði undirsáta. Vinnu -
mennska var félagslega samþykkt í íslenska dyggðasamfélaginu en
sjálfræði þeirra sem ekki voru bændur eða embættismenn var í
opinberri umræðu álitið leiða af sér eyðslusemi, svall og leti.42 Slík
viðhorf voru útbreidd meðal áhrifamanna og valdhafa allt fram
undir lok nítjándu aldar en biðu stóran ósigur þegar vistar skyld -
unni var að mestu aflétt árið 1893. Þau lög sem um hana giltu voru
þá fyrir allnokkru hætt að virka eins og til var ætlast enda fluttust
landsmenn til sjávarsíðunnar í stórum stíl fyrir 1893. Vaxandi skort -
ur á jarðnæði þegar líða tók á síðari helming nítjándu aldar var til
þess fallinn að ýta undir félagslega ólgu og knýja á að fólk leitaði
nýrra tækifæra.43 Búskapurinn var þó eftir sem áður vinnuaflsfrekur
og um aldamótin var víða í sveitum orðinn tilfinnanlegur skortur á
vinnufólki.
Stöðugleiki trúarhátta fyrr á öldum var í samræmi við hægfara
þróun íslensks sveitasamfélags. Trúarhættir tóku verulegum breyt-
ingum á nítjándu öld og enn meiri á tuttugustu öld og sumir eldri
hættir hurfu, til dæmis húslestrar á heimilum. Þótt félagsleg áhrif
trúarinnar færu minnkandi voru áhrif hennar engu að síður veruleg
um aldamótin 1900.44 Í samfélagi þar sem lífsbaráttan var almennt
hörð og krafðist þess að flestir ynnu eins og heilsa og þróttur leyfðu
var eðlilegt að vinnusemi væri meðal helstu dyggða. Trúariðkun
skák aði þó vinnunni til hliðar þegar trúarvenjur kröfðust. „Það, sem
mest einkenndi heimilislífið, voru húslestrar og virðing fyrir trú og
helgidagahaldi. Voru þá aðeins unnin þau verk, sem ekki varð hjá
komizt.“45 Þessi orð Önnu Aradóttur (1891–1960) draga með skýr -
um hætti fram forgangsröðun heimilanna eins og hún var í dyggða -
hrafnkell lárusson110
42 Árni Daníel Júlíusson, Bændur og nútími: sveitasamfélagið á 19. og 20. öld: Land -
búnaðarsaga Íslands, 2. bindi (Reykjavík: Skrudda, 2013), 63–64; Guðmundur
Hálfdanarson, Íslenska þjóðríkið — uppruni og endimörk (Reykjavík: Hið íslenzka
bókmenntafélag og ReykjavíkurAkademían, 2001), 47–51, 65; Guðmundur
Jónsson, Vinnuhjú á 19. öld, Ritsafn Sagnfræðistofnunar 5 (Reykjavík: Sagn -
fræði stofnun Háskóla Íslands, 1981), 57–61; Sumarliði R. Ísleifsson, Í samtök,
21–29.
43 Gísli Ágúst Gunnlaugsson, Family and Household in Iceland 1801–1930, 172;
Guðmundur Jónsson, Vinnuhjú á 19. öld, 9–10.
44 Hjalti Hugason, „Kristnir trúarhættir,“ 331.
45 Anna Aradóttir, „Minningar úr Breiðdal,“ í Breiðdæla: Drög að sögu Breiðdals, Jón
Helgason og Stefán Einarsson gáfu út (Reykjavík: Nokkrir Breiðdælir, 1948),
151–177, hér 173.