Saga - 2021, Blaðsíða 136
stað sýslumanns á Kiðjabergi heldur úr skjalasafni hans, mögulega
eftir að það var komið til varðveislu í Þjóðskjalasafni.3
Í þessari grein er skoðað nánar hver uppruni Biblíubréfsins sé.
Ljóst er að það var hluti af peningasendingu frá landfógeta til sýslu-
mannsins í Árnessýslu árið 1874. Til þess að varpa skýrara ljósi á
þessa sögu er nauðsynlegt að skoða sögu skildingafrímerkja og þess
hvernig peningar voru sendir á milli landshluta, notkun umslaga og
sambrota og ritunarhátt bréfa á þessum tíma. Reynt verður að varpa
ljósi á varðveislusögu Biblíubréfsins og hvort það hafi verið hluti af
skjalasafni sýslumanns. Þá verður svarað spurningunni um hvort
Biblíubréfið sé opinbert skjal og eigi þess vegna lögum samkvæmt
að vera varðveitt í Þjóðskjalasafni Íslands.
Um Biblíubréfið
Biblíubréfið svokallaða er blað með 23 þjónustufrímerkjum. Sam -
kvæmt upplýsingum sem greinarhöfundur aflaði frá núverandi eig-
anda bréfsins, Svíanum Douglas Storckenfeldt, er stærð þess 12,5 ×
22 cm. Á framhlið þess er ritað embættisheiti sýslumannsins í Árnes -
sýslu ásamt upplýsingum um að innsiglaður peningaböggull fylgi
með bréfinu, samtals 75 krónur í 10, 5, 2 og 1 eyris peningum. Þá
kemur jafnframt fram að verðmæti sendingarinnar sé 37 ríkis dalir og
48 skildingar og að þyngd hennar sé 10 pund og 82 kvint. Á blaðið
eru límd 22 8 skildinga þjónustufrímerki og eitt 4 skildinga þjón-
ustufrímerki. Á póststimplum á blaðinu má sjá að það hefur verið
stimplað á póststofunni í Reykjavík 22. október 1874. Á bak hliðinni
sést að blaðið hefur verið samanbrotið og því lokað með lakkinnsigli
landfógeta. Stimpill frá póstafgreiðslunni í Hraungerði í Árnessýslu
er einnig á bakhliðinni og sést að sendingin hefur borist þangað 26.
október 1874. Aftan á Biblíubréfið eru jafnframt ritaðir tölustafir með
blýanti og penna og mögulega er það tengt sendingunni þó að erfitt
sé að átta sig á því.4 Á innanverðu blaðinu er engar ritaðar upplýs -
ingar, það er autt, að sögn eiganda Biblíubréfsins.5
njörður sigurðsson134
3 Vef. „Vegna umfjöllunar um „Biblíubréfið“ í heimildarmyndinni Leyndarmálið,“
skjalasafn.is, 12. maí 2021. Þjóðskjalasafn Íslands, sótt 6. september 2021.
4 Með blýanti má þó sjá að skrifað hefur verið „100 kv = 32 lóð“, sem passar við
mælieiningar þess tíma en lóð var 1/32 úr pundi og 100 kvint voru í einu pundi.
Sjá: Hagskinna. Sögulegar hagtölur um Ísland, ritstj. Guðmundur Jónsson og Magnús
S. Magnússon (Reykjavík: Hagstofa Íslands, 1997), 922.
5 ÞÍ. Skjalasafn Þjóðskjalasafns Íslands. Málasafn. Málsnúmer 2105150. Tölvubréf
frá Douglas Storckenfeldt dags. 20. ágúst 2021.