Saga


Saga - 2021, Side 210

Saga - 2021, Side 210
torfbæina burt. Greinar sem hann birti árið 1903 sýna þetta. Titill einnar þeirra er „Kuldinn og rakinn“ en Jón var þar að vísa í meinta galla torfbæj- anna og hvetja til þess að nýta steypu frekar en torf við byggingu húsa. Þetta viðhorf var hins vegar augljóslega á skjön við raunveruleikann því í svörum sýslunefndarmanna sést að dálítil reynsla var þá þegar komin á að nýta steypu og timbur við húsbyggingar á landsbyggðinni en hafði ekki gefist vel. Alloft kemur nefnilega fram að byggingar úr timbri og steypu hafi reynst kaldari og rakari en þær sem byggðar voru úr torfi, einkum þó þegar þessum byggingarefnum öllum var blandað saman. Vel má vera að svörin endurspegli neikvæð viðhorf til nútímalegri byggingarefna og viðleitni til að halda í gamlar hefðir meðal landsbyggðarfólks en kuldi og raki í stein- og timburhúsum er vel þekktur þá sem nú. Og svör sýslunefndanna dagaði uppi í skúffum skjalasafna og gleymdust. Það var í raun fyrir tilviljun að Hjörleifur komst á snoðir um byggingar- rannsókn Sigurðar og hóf hann þá að grennslast fyrir um svör sýslunefndar - manna í helstu handrita- og skjalasöfnum landsins. Megnið af þeim fannst. Á blaðsíðu 45 er birt kort sem sýnir úr hvaða hreppum svör eru varðveitt og hvaðan ekki. Vel má vera að sum svaranna hafi aldrei borist en þau geta vissulega hafa glatast eða eiga eftir að koma í leitirnar síðar. Magn svaranna sýnir eigi að síður svo ekki verður um villst að viðtökur voru góðar við spurningalista Sigurðar. Sýslunefndarmenn hafa því augljóslega tekið erindi Sigurðar vel enda var húsbótin mikið hitamál á þessum tíma. Eins og fyrr getur eru flest þeirra svara sem Hjörleifur fann birt í bókinni (47–261) auk spurningalista Sigurðar (42–43) en þar má glöggt greina hversu samvisku- samlega sýslunefndarmenn hafa svarað spurningunum enda mikið í húfi þegar sótt var að rótgróinni byggðamenningu í sveitum landsins í nafni framfara og nývæðingar. Þetta tækifæri kann því að hafa verið kærkomið. Sumir kusu jafnvel að rita langar ritgerðir um málið eins og til dæmis Jakob Hálfdanarson gerði um byggingarhætti í Suður-Þingeyjarsýslu (85–146). Tveir viðaukar eru aftast í bókinni og innihalda þeir nytsamlegar upplýsing- ar um söfnun svaranna: í viðauka I er yfirlit yfir þá fulltrúa sýslna og hreppa sem skiluðu svörum við spurningum Sigurðar en í viðauka II er skrá yfir helstu æviatriði sýslunefndarmanna. Síðarnefnda skráin var tekinn saman af Gunnlaugi Haraldssyni, fornleifa- og þjóðháttafræðingi. Hún er nytsam - leg að því leyti að hún sýnir bakgrunn nefndarmanna og tengsl við hverja sýslu. Hjörleifur er greinilega meðvitaður um það hversu vandmeðfarin gögn af þessu tagi eru en þau hljóta ætíð að vera lituð viðhorfum samtímans eins og hér hefur verið rakið. Í sérstakri umfjöllun um heimildagildi svaranna bendir hann einmitt réttilega á að það kunni að vera að sýslunefndarmönn- um hafi þótt vegið að torfhúsunum í ríkjandi umræðu í samfélaginu og að þeir hafi reynt að verja þau gegn nýjungum í byggingarháttum (264). Þó finnur Hjörleifur aðeins eitt dæmi um slíkt í öllum svörunum sem bárust en ritdómar208
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235

x

Saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.