Saga - 2021, Síða 81
bannið yrði ekki gegn hvalveiðum í atvinnuskyni sem slíkum, held-
ur veiðum á tegundum sem væru í útrýmingarhættu.69 Alþjóða-
hval veiðiráðið varð vettvangur langvarandi deilna um hvalveiði -
bannið þar sem Japan fór fremst í flokki hvalveiðiþjóða og Banda -
ríkin í flokki friðunarsinna.70 Haft hefur verið á orði að sjaldan hafi
árekstrar landanna tveggja yfir ólíku gildismati verið harðari en ein-
mitt í hvalveiðideilunni.71
Stokkhólmsráðstefnan hafði varanleg áhrif á umræðuna um um -
hverfismál á heimsvísu: Eftir ráðstefnuna tók löndum að fjölga í
Alþjóðahvalveiðiráðinu sem ekki stunduðu hvalveiðar eða voru
andsnúnar hvalveiðum og það hafði óneitanlega áhrif á áherslurn-
ar.72 Oft hefur verið bent á að Alþjóðahvalveiðiráðið hafi verið hval-
veiðiklúbbur fyrstu tvo áratugina en eftir 1970 hafi áherslan, þvert
á upphaflegan tilgang ráðsins, smám saman færst yfir á friðun hvala -
stofna.73 Að sama skapi jókst almennur áhugi á náttúru- og dýra-
vernd á áttunda áratugnum. Hvalir urðu táknmynd dýra í útrým -
ingarhættu og hvalveiðiríkin urðu um leið skotmörk náttúruverndar -
samtaka á borð við Greenpeace og Sea Shepherd.74
Þessi þróun á heimsvísu var áhyggjuefni fyrir hvalveiðiþjóðirnar
og Japanir beittu sér mjög gegn hvalveiðibanninu. Aðgerðir Japana
japanska tímabilið í hvalveiðum … 79
69 Vef. Walter Sullivan, „Cry of the Vanishing Whale Heeded in Stockholm“, The
New York Times, 9. júní 1972, sótt 30. apríl 2021.
70 Charlotte Epstein gerir grein fyrir þeim breytingum sem áttu sér stað á sjöunda
áratug síðustu aldar þegar áhersla umhverfissinna í Bandaríkjunum færðist í
auknum mæli frá verndun dýrastofna (sem fól í sér stjórn á nýtingu auðlinda,
e. conservation) yfir í friðun (e. preservation). Hún skýrir jafnframt hvernig frið -
unar sjónarmið fengu aukinn hljómgrunn alþjóðlega eftir Stokkhólms ráð stefn -
una og hvernig hvalir urðu sameiningartákn fyrir nýja alþjóðlega umhverfis-
hreyfingu, sjá: Charlotte Epstein, The Power of Words in International Relations:
Birth of an Anti-Whaling Discourse (Cambridge MA, The MIT Press, 2008), 102–
128.
71 Peter J. Stoett, The International Politics of Whaling, 4.
72 Peter J. Stoett leggur áherslu á mikilvægi Stokkhólmsráðstefnunnar fyrir þróun
innan Alþjóðahvalveiðiráðsins og gefur gott yfirlit yfir hreyfingar þjóða í og úr
ráðinu í kjölfar ráðstefnunnar í bók sinni, The International Politics of Whaling,
64–68.
73 Þessi túlkun er algeng meðal fræðimanna þótt hún sé að sjálfsögðu orðuð á
ólíkan hátt, sjá t.a.m.: Arne Kalland og Brian Moeran, Japanese Whaling, 12–13.
74 Náttúruverndarsinninn David Day rekur t.a.m. aðgerðir umhverfisverndar-
samtaka gegn hvalveiðiútgerðum í Sovétríkjunum, Japan og á Íslandi í bók
sinni, The Whale War (London og New york: Routledge & Kegan Paul, 1987).