Saga - 2021, Síða 158
Hugmyndin var að fá þjóðina til að halda dagbók einn dag og safna
gömlum handritum, einkaskjölum, frá Íslendingum og koma þeim
í varðveislu í handritadeild. Við ákváðum að leggja áherslu á söfnun
dagbóka og bréfa kvenna og barna. Efni frá hvorugum hópnum
hafði ratað í geymslur safnsins nema í litlum mæli. Það er skemmst
frá því að segja að dagurinn heppnaðist einstaklega vel og mikið
efni skilaði sér inn á safnið.12 Það sem meira er, nemendum mínum
sumum hljóp kapp í kinn og þeir tóku til við að leita eftir konum í
handritum. Guðný Hallgrímsdóttir bjó þannig til mjög stóran
gagnagrunn um konur sem hún „fann“ í handritum en þær voru
margar skráðar sem eiginkonur, dætur eða mæður þeirra karla sem
voru í kringum þær og voru þannig nafnlausar í Handritasafninu.
Þessi gagnagrunnur var síðan undirstaða að greiningu hennar á
flokkunarkerfi Handritasafns sem var mjög karllægt svo ekki sé nú
meira sagt!13 Með þessum hætti voru tekin mörg stutt skref til að
efla rannsóknir á konum í handritum sem skiluðu sér síðar í full-
búnum kynjafræðilegum greiningum á fjölbreyttu efni innan sagn -
fræð innar.14
Uppgjör á aldamótum
Það kom eins og himnasending þegar mér var boðið árið 1999 að
taka þátt í að rita um íslenska sagnfræði fyrir aldamótahefti tíma-
ritsins Sögu. Ég sat einn eða tvo fundi með væntanlegum höfundum
sigurður gylfi magnússon156
12 Sigurður Gylfi Magnússon, „Dagur dagbókarinnar 15. október 1998. Hug -
myndir, framkvæmd og niðurstaða,“ Fréttabréf Félags um skjalastjórn 12 (1999),
12; Vef. „Á bak við tjöldin: Störf framkvæmdanefndar og starfsmanns. Sigurður
Gylfi Magnússon tók saman,“ akademia.is/sigm, sótt 2. mars 2021 gegnum
vefsafn Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns, vefsafn.is. Sjá einnig bók
sem gefin var út með afrakstri dags dagbókarinnar: Dagbók Íslendinga (Reykja -
vík: Mál og menning, 1999).
13 Lbs. – Hbs. (Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn) Guðný Hallgrímsdóttir,
„Hulda. Sjálfstjáning kvenna á 18. og 19. öld,“ MA-ritgerð í sagn fræði frá
Háskóla Íslands 2009. Við Erla Hulda Halldórsdóttir ritstýrðum bók sem var
nokkurs konar afrakstur þessara handritarannsókna: Einsagan – ólíkar leiðir.
Átta ritgerðir og eitt myndlistarverk. Nafnlausa ritröðin (Reykjavík: Háskóla -
útgáfan, 1998).
14 Guðný Hallgrímsdóttir, Sagan af Guðrúnu Ketilsdóttur. Einsögurannsókn á ævi 18.
aldar vinnukonu. Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar 16 (Reykjavík: Háskóla -
útgáfan, 2013). Sjá einnig: Guðný Hallgrímsdóttir, A Tale of a Fool? A Micro -
history of an 18th-Century Peasant Woman (London: Routledge, 2019).