Saga - 2021, Qupperneq 219
Á FJARLÆGUM STRÖNDUM. TENGSL SPÁNAR OG ÍSLANDS Í
TÍMANS RÁS. Ritstjórar Erla Erlendsdóttir og Kristín Guðrún Jóns -
dóttir. Háskólaútgáfan og Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum
tungumálum. Reykjavík 2020. 422 bls. Höfundaskrá og myndaskrá.
Fyrir allmörgum árum var undirritaður að brjóta heilann um hvers konar
umfjöllunarefni myndi henta vel fyrir BA-ritgerð í sagnfræði. Eftir dvöl á
Spáni og ágætis árangur með tungumál þeirra kom sú hugmynd fljótlega
upp að skrifa um söguleg tengsl á milli Íslands og Spánar. Eftir samtöl við
ýmsa mögulega heimildarmenn og skamma rannsókn, allt of skamma, varð
niðurstaðan sú að líklega væru tengsl landanna ekki það mikil né af þeim
toga að henta myndu fyrir lokaritgerð í sagnfræði við Háskóla Íslands.
Löndin voru ólík og svo langt hvort frá öðru að samanburður eða upp taln -
ing á sameiginlegri sögu þeirra virtist langsótt. Hugmyndin fór í ruslið
ásamt nokkrum öðrum sem náðu mislangt. Þar hafði ég illa rangt fyrir mér,
raunar var efnið það mikið að ein BA-ritgerð hefði aldrei rúmað það. Nú er
engu líkara en að ritstjórar bókarinnar Á fjarlægum ströndum. Tengsl Spánar
og Íslands í tímans rás, Erla Erlendsdóttir, prófessor í spænsku við Háskóla
Íslands, og Kristín Guðrún Jónsdóttir, dósent við sömu deild, hafi svarað
kallinu og sagt: „Gjörðu svo vel, svona skrifar maður fræðirit um samskipti
Íslands og Spánar,“ en lengd þess samsvarar um 15 BA-ritgerðum. Kápa
bókarinnar, hönnuð af Ragnari Helga Ólafssyni, er jafnframt mjög glæsileg
þar sem skeytt er saman korti af Norðausturlandi frá árinu 1590 við kort af
Andalúsíu frá árinu 1573. Myndir af fólki, stöðum, kortum og skjölum lífga
sömuleiðis mjög upp á umfjöllunina.
Auk ritstjóranna tveggja koma 12 höfundar að verkinu. Mismunandi
áhugasvið þeirra og starfsreynsla, til dæmis í háskólasamfélaginu, ferða -
þjónustu og tónlistargeiranum, ber fjölbreytileika efnistaka bókarinnar góð
merki þar sem tímabilið nær í raun allt frá níundu öld til dagsins í dag.
Hér verður eingöngu stiklað á stóru þegar kemur að umfjöllun um sér-
staka kafla en þess í stað reynt að leggja mat á heildarmynd verksins, hvort
staðið er við það sem lagt var til grundvallar í upphafi.
Í innganginum, skrifuðum af ritstjórunum, auk þess að kynna komandi
kafla, er lauslega rakið hvernig minnst er á Ísland af spænskum sagnaritur-
um fyrri alda, frá víkingum á Spáni á níundu öld og frásögnum Kristófers
Kólumbusar um Ísland frá miðri fimmtándu öld. Inngangurinn er vel skrif -
aður, líkt og bókin öll, þó hann sé í raun ekki meira en ítarlegri útgáfa af
efnis yfirlitinu. Persónulega hefði ég viljað sjá stutta umfjöllun um tilkomu
verksins. Einföld útskýring um upphaf og framgang verkefnisins hefði verið
hjálpleg.
Höfundar skipta köflum bókarinnar í tvo flokka, fræðigreinar og saman -
tektir. Auk inngangs eru 18 kaflar og þar af eru sjö þeirra ritrýndir. Við
ritdómar 217