Saga - 2021, Side 62
IWC).3 Ákvörð unin var umdeild og viðbrögð alþjóðasamfélagsins
létu ekki á sér standa. Málið hefur einnig vakið umræðu innanlands
í Japan og hefur bersýnilega haft í för með sér aukinn áhuga á
aðgerðum og veiðum annarra svokallaðra hvalveiðiþjóða en alþjóð -
lega tíðkast að nefna Japan, Noreg og Ísland í þessu samhengi. Sem
dæmi um þennan nýfengna áhuga má nefna skýrslu um hvalveiðar
Japana og Íslendinga sem var gefin út af rannsóknarsviði Lands -
bókasafns japanska þingsins árið 2020 og ber nafnið „Þróun hval-
veiða og alþjóð legur skilningur: Tilfelli Japans og Íslands“.4 Það sem
athygli vekur er að skýrslan rekur helstu atburðarás og ákvarðanir
sem snerta hvalveiðar í löndunum tveimur en þróun mála er kynnt
eins og tvö aðskilin spor sem aldrei mætast. Þannig er til að mynda
greint frá deilum um vísindaveiðar Íslendinga en þess er hvergi
getið að hvalurinn sem veiddist var fluttur út til Japans. Að sama
skapi er sagt frá aðild Íslands að stofnun Norður-Atlantshafs spen -
dýraráðsins (e. North Atlantic Marine Mammal Commission, NAMMCO)
árið 1992 og aðildarríkin kynnt en hvergi er tekið fram að Japan eigi
áheyrnar sæti í ráðinu. Annað dæmi um þennan áhuga er nýút komin
grein um langreyðar- og hrefnuveiðar Íslendinga árin 2018–2019
eftir japanska fræðimanninn Hisashi Hamaguchi og sömuleiðis ný
grein um stefnu og áform Norðmanna hvað varðar hrefnuveiðar
eftir Jun Akamine.5
kristín ingvarsdóttir60
3 Alþjóðahvalveiðiráðið var stofnað árið 1946 í samræmi við alþjóðasasmning um
stjórnun hvalveiða, grein III, sjá: Vef. „International Convention for the Regul -
ation of Whaling: Washington, 2nd December, 1946“, iwc.int. Alþjóðahvalveiði -
ráðið, sótt 27. maí 2021. Sjá einnig opinbera tilkynningu ríkisstjórnar Japans um
þá ákvörðun að segja sig frá hvalveiðisáttmálanum: Vef. „Statement by Chief
Cabinet Secretary,“ mofa.go.jp. Utanríkisráðuneyti Japans, 26. desember 2018,
sótt 2. maí 2021. Japanir tilkynntu um leið að þeir myndu hætta vísindaveiðum
við Suðurskautslandið og aðeins veiða innan eigin lögsögu.
4 Vef. Atsunori Noguchi, „Hogei wo meguru ikisatsu to kokusai rikai: Nihon to
Aisurando no jirei, nr. 1083,“ dl.ndl.go.jp. 4. febrúar 2020. Landsbókasafn jap-
anska þingsins, sótt 11. ágúst 2020.
5 Hisashi Hamaguchi, „The Rise and Fall of Fin and Minke Whaling in Iceland,
with Special Reference to the 2018 and 2019 Whaling Seasons,“ í World Whaling:
Historical and Contemporary Studies, ritstj. Nobuhiro Kishigami (Osaka: National
Museum of Ethnology, 2021), 33–52; Jun Akamine, „A Preliminary Analysis of
Coastal Minke Whaling in Norway: Where Did It Come From, and Where Will
It Go?,“ í World Whaling: Historical and Contemporary Studies, ritstj. Nobuhiro
Kishigami (Osaka: National Museum of Ethnology, 2021), 53–71.