Saga


Saga - 2021, Side 206

Saga - 2021, Side 206
Aðrar skrár eru í einu lagi í lokabindi. Nafnaskrá er aðeins um mannanöfn og fyllir þó meira en 20 síður enda er Guðjón óspar á að nafngreina fólk (og jafnvel ættfæra), bæði það sem með einhverjum hætti kemur við sögu og það sem sést á myndum. Myndaskrá er litlu styttri og geymir lauslega talið röskar þúsund færslur. Heimildaskráin er að því leyti einfölduð að hvert blað eða tímarit er aðeins tilfært einu sinni, sömuleiðis ritgerðasöfn, en ekki einstakar greinar, ekki einu sinni rannsóknarritgerðir sem Guðjón hefur þó nýtt skipulega. Hins vegar leynir sér ekki hve víða hann hefur leitað fanga í bréfa- og skjalasöfnum auk 22 heimildarmanna sem hann hefur rætt við. Samvinnusaga Guðjóns Friðrikssonar er í heild vandað verk og vel heppnað. Sem yfirlesari hefði ég á einstaka stað gert athugasemdir og þá oftar við orðalag („að leggja hlutabréf í Samvinnusjóð Íslands hf.“; „við ramman reip var að draga“; „axlaði fjárveitingakostnað“; „hefur … verið gerð skil“) en við efni (I, 255: að Kaupfélag Hreppamanna 1902 hafi verið félag „í einum hreppi“ fremur en tveimur; II, 325: upptalning á bílfærum vegum „í Árnessýslu“ sem á raunar aðeins við Flóahreppana). Hvort tveggja er eins og þessi dæmi sýna fullkomnir smámunir. Hitt var oftar að ég efaðist, fletti upp og sá að Guðjón fór hárrétt með. Enn síður er ástæða til að gera mikið úr því þó slangur sjáist af prentvill- um, ekki síst í línuskiptingum. Áberandi eða vandræðalegar eru þær yfir - leitt ekki nema helst í síðasta bindinu. Þar hefði vökull lesari síðuprófarkar auk annars mátt sjá atriði í myndatextum og jafnvel millifyrirsögnum sem stangast á við megintextann. Það hefur ekki verið einfalt að afmarka efni verksins og enn síður að skipuleggja það. Kjarni þess er saga Kaupfélags Árnesinga frá aðdragand- anum að stofnun þess 1930 þar til umsvifum þess lauk með nauðasamning- um 2003. Sú saga fær aðeins einn kafla af 23 en þann langlengsta: fyllir þriðja bindi verksins. Saga annarra kaupfélaga á svæðinu er sögð í styttra máli. Þó fylla félögin í Rangárvallasýslu (auk Hafnar á Selfossi) allt fjórða bindið en saga félaga í Vestur-Skaftafellssýslu og Vestmannaeyjum (auk Kaupfélags Grímsnesinga) megnið af öðru bindi. Saga samvinnusamtak - anna í Vestmannaeyjum er merkileg viðbót við þá samvinnusögu sem best er þekkt, með bændakaupfélög í aðalhlutverkum. Í Eyjum voru það fyrst útvegsbændur sem efndu til félagsskapar um verslun, síðar einnig verka - lýðshreyfingin og fylgjendur hennar, og hvor fylking var iðulega klofin í and stæð kaupfélög. Er af því mikil átaka- og áfallasaga. Um flest kaupfélög Suðurlands hefur áður verið fjallað á prenti, saga KÁ til dæmis rakin til 1990 í bók sem um efnisval og frásagnarhátt er ekki fjar - læg aðferð Guðjóns. Frásögn hans er þó fyllri og víðfeðmari, byggð á mjög rækilegri heimildakönnun. Hann notar auðvitað skjalasafn kaupfélagsins, einnig önnur skjala- og bréfasöfn, og er einkar fundvís á blaðaefni. Með hliðstæðum hætti nálgast hann sögu hinna félaganna þó í styttra máli sé. Hann nefnir ekki aðeins grúa sögupersóna heldur dregur hann upp eftir- ritdómar204
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235

x

Saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.