Saga - 2021, Page 206
Aðrar skrár eru í einu lagi í lokabindi. Nafnaskrá er aðeins um mannanöfn
og fyllir þó meira en 20 síður enda er Guðjón óspar á að nafngreina fólk (og
jafnvel ættfæra), bæði það sem með einhverjum hætti kemur við sögu og
það sem sést á myndum. Myndaskrá er litlu styttri og geymir lauslega talið
röskar þúsund færslur. Heimildaskráin er að því leyti einfölduð að hvert
blað eða tímarit er aðeins tilfært einu sinni, sömuleiðis ritgerðasöfn, en ekki
einstakar greinar, ekki einu sinni rannsóknarritgerðir sem Guðjón hefur þó
nýtt skipulega. Hins vegar leynir sér ekki hve víða hann hefur leitað fanga
í bréfa- og skjalasöfnum auk 22 heimildarmanna sem hann hefur rætt við.
Samvinnusaga Guðjóns Friðrikssonar er í heild vandað verk og vel
heppnað. Sem yfirlesari hefði ég á einstaka stað gert athugasemdir og þá
oftar við orðalag („að leggja hlutabréf í Samvinnusjóð Íslands hf.“; „við
ramman reip var að draga“; „axlaði fjárveitingakostnað“; „hefur … verið
gerð skil“) en við efni (I, 255: að Kaupfélag Hreppamanna 1902 hafi verið
félag „í einum hreppi“ fremur en tveimur; II, 325: upptalning á bílfærum
vegum „í Árnessýslu“ sem á raunar aðeins við Flóahreppana). Hvort tveggja
er eins og þessi dæmi sýna fullkomnir smámunir. Hitt var oftar að ég
efaðist, fletti upp og sá að Guðjón fór hárrétt með.
Enn síður er ástæða til að gera mikið úr því þó slangur sjáist af prentvill-
um, ekki síst í línuskiptingum. Áberandi eða vandræðalegar eru þær yfir -
leitt ekki nema helst í síðasta bindinu. Þar hefði vökull lesari síðuprófarkar
auk annars mátt sjá atriði í myndatextum og jafnvel millifyrirsögnum sem
stangast á við megintextann.
Það hefur ekki verið einfalt að afmarka efni verksins og enn síður að
skipuleggja það. Kjarni þess er saga Kaupfélags Árnesinga frá aðdragand-
anum að stofnun þess 1930 þar til umsvifum þess lauk með nauðasamning-
um 2003. Sú saga fær aðeins einn kafla af 23 en þann langlengsta: fyllir
þriðja bindi verksins. Saga annarra kaupfélaga á svæðinu er sögð í styttra
máli. Þó fylla félögin í Rangárvallasýslu (auk Hafnar á Selfossi) allt fjórða
bindið en saga félaga í Vestur-Skaftafellssýslu og Vestmannaeyjum (auk
Kaupfélags Grímsnesinga) megnið af öðru bindi. Saga samvinnusamtak -
anna í Vestmannaeyjum er merkileg viðbót við þá samvinnusögu sem best
er þekkt, með bændakaupfélög í aðalhlutverkum. Í Eyjum voru það fyrst
útvegsbændur sem efndu til félagsskapar um verslun, síðar einnig verka -
lýðshreyfingin og fylgjendur hennar, og hvor fylking var iðulega klofin í
and stæð kaupfélög. Er af því mikil átaka- og áfallasaga.
Um flest kaupfélög Suðurlands hefur áður verið fjallað á prenti, saga KÁ
til dæmis rakin til 1990 í bók sem um efnisval og frásagnarhátt er ekki fjar -
læg aðferð Guðjóns. Frásögn hans er þó fyllri og víðfeðmari, byggð á mjög
rækilegri heimildakönnun. Hann notar auðvitað skjalasafn kaupfélagsins,
einnig önnur skjala- og bréfasöfn, og er einkar fundvís á blaðaefni. Með
hliðstæðum hætti nálgast hann sögu hinna félaganna þó í styttra máli sé.
Hann nefnir ekki aðeins grúa sögupersóna heldur dregur hann upp eftir-
ritdómar204