Saga - 2021, Blaðsíða 148
hafist en svo virðist sem vinsældir hennar hafi aukist mikið á sjö-
unda áratug síðustu aldar.38
Er Biblíubréfið opinbert skjal?
Eingöngu opinberir aðilar notuðu þjónustufrímerki og því eru bréf
með álímdum þjónustufrímerkjum óumdeilanlega opinber bréf. Af
því leiðir að öll notuð og ónotuð þjónustufrímerki sem til eru á söfn-
um eða hjá söfnurum koma frá opinberum aðilum. En telst þá Biblíu -
bréfið vera opinbert skjal og á Þjóðskjalasafn Íslands þar af leiðandi
heimtingu á að það verði afhent safninu til varðveislu samkvæmt
lög um?
Til þess að svara þeirri spurningu þarf að skoða hvernig skjal er
skilgreint í lögum. Skjal, með vísan í varðveisluskyldu opinberra
aðila, var fyrst skilgreint í lögum um Þjóðskjalasafn Íslands sem
tóku gildi árið 1985. Árið 2014 voru þau lög felld úr gildi með lög -
um um opinber skjalasöfn, þar sem skjal er skilgreint sem „[h]vers
konar gögn, jafnt rituð sem í öðru formi, er hafa að geyma upplýs -
ingar og hafa orðið til, borist eða verið viðhaldið við starfsemi á veg-
um stofnunar eða einstaklings“.39 Til þess að gagn, blað eða bréf geti
talist vera skjal í skilningi laga um opinber skjalasöfn og þar með
vera hluti af skjalasafni opinbers aðila þarf það sem sagt að geyma
upplýsingar og hafa tengsl við starfsemi viðkomandi aðila og hafa
borist, orðið til eða verið viðhaldið í starfsemi viðkomandi emb -
ættis.40
Biblíubréfið svokallaða barst sannarlega sýslumanninum í Árnes -
sýslu og ljóst er að sending landfógeta til hans varðaði starfsemi
embættisins. Fylgibréfið með sendingunni var með réttu lagt í skjala -
safn sýslumanns. Utan á Biblíubréfið eru ritaðar upplýsingar um
innihald peningaböggulsins, verðmæti hans og þyngd ásamt utaná-
skrift. Í skilningi laganna má túlka þetta sem upplýsingar um starf-
semi viðkomandi aðila og því er Biblíubréfið skjal í skilningi lag -
anna og á að vera varðveitt í skjalasafni sýslumannsins í Árnessýslu
njörður sigurðsson146
38 Sigurður H. Þorsteinsson, Um frímerkjasöfnun. Kennslubók fyrir safnara (Reykja -
vík: Ísafold, 1986), 41.
39 Vef. Lög um opinber skjalasöfn nr. 77/2014, 2. gr. althingi.is. Alþingi, sótt 17.
september 2021.
40 Vef. Kristín Benediktsdóttir og Trausti Fannar Valsson: „Varðveisla gagna í
stjórnsýslunni,“ Stjórnmál og stjórnsýsla 12, nr. 2 (2016), 331.