Saga - 2021, Side 80
1948 en Japanir gengu í ráðið árið 1951. Mikil ofveiði hafði átt sér
stað af hálfu Japana og fleiri þjóða fyrir stríð og jafnvel áköfustu
hvalveiðiþjóðir áttuðu sig á því að það þyrfti að ná stjórn á veiðun-
um. Sovétmenn, Japanir og Norðmenn voru stórtækir í hvalveiðum
á fyrstu áratugunum eftir stríð en þessar þjóðir stunduðu hvalveiðar
bæði innan eigin landhelgi og við Suðurskautslandið (sjá mynd 1
ásamt skýringartexta). Upprunalegt markmið Alþjóðahval veiðiráðs -
ins var að stuðla að skynsamlegum veiðum á hval, með öðrum
orðum gekk samningurinn út á að hvalveiðar ættu sér stað en gætt
yrði hófs við nýtingu hvalastofna. En eftir 1970 tókust hlutirnir að
breytast. Árið 1972 fór fram svokölluð Stokkhólmsráðstefna en hún
var fyrsta alþjóðlega umhverfisráðstefnan á vegum Sameinuðu þjóð -
anna og var haldin að frumkvæði Svía.66 Þar var meðal annars lögð
áhersla á samstarf um friðun dýrategunda í útrýmingarhættu og
Bandaríkjamenn lögðu fram tillögu að 10 ára banni við hvalveiðum
í atvinnuskyni.67 Tillagan hlaut yfirgnæfandi stuðning og Ísland var
meðal fjölda ríkja sem samþykktu hana. Japanir voru aftur á móti á
meðal þriggja ríkja sem greiddu atkvæði gegn tillögunni.68 Hug -
myndin um hvalveiðibann hlaut þó ekki brautargengi í Alþjóða -
hval veiðiráðinu. Mörg hvalveiðiríki voru andvíg tillögunni og Jap -
anir lögðu frá upphafi mikið kapp á að fá orðalaginu breytt þannig að
kristín ingvarsdóttir78
in the North Atlantic, ritstj. Guðrún Pétursdóttir (Reykjavík: Háskólaútgáfan,
1997), 47–66.
66 Ítarlega er fjallað um ráðstefnuna og þýðingu hennar fyrir þróun umhverfis-
mála í heiminum hjá Anne E. Egelston, Sustainable Development: A History
(Dord recht: Springer, 2013), sjá sérstaklega kaflann „From Stockholm to Our
Common Future,“ 59–88. Sjá einnig: Vef. „United Nations Conference on the
Environment, 5–16 June 1972, Stockholm,“ un.org. Sameinuðu þjóðirnar, sótt
30. apríl 2021.
67 Í greininni er almennt talað um hvalveiðibann. Þegar rætt er um hvalveiðibann
Alþjóðahvalveiðiráðsins er átt við þá ákvörðun ráðsins árið 1982 að hætta
tímabundið að gefa út kvóta til hvalveiða í atvinnuskyni eftir 1986 (e. com -
mercial whaling moratorium). Í lagalegum skilningi er ekki um eiginlegt bann að
ræða en þar sem ráðið hefur ekki gefið út kvóta til atvinnuveiða síðan veiði -
stöðvunin tók gildi er algengt að talað sé um „bann“ bæði í fjölmiðlum og
fræð itextum. Í íslenskum fjölmiðlum hefur verið talað um hvalveiðibann síðan
hugmyndin kom fram á áttunda áratugnum. Sjá nánar: Vef. „Commercial
Whaling“, iwc.int. Alþjóðahvalveiðiráðið, sótt 26. júlí 2021.
68 Ísland var í hópi 51 þjóðar sem studdi tillöguna, 12 lönd sátu hjá en Japan,
Brasilía og Portúgal voru á móti. Sjá: „Umhverfisráðstefna SÞ í Stokkhólmi:
Indókína og kjarnorkusprengingar aðalhitamálin“, Þjóðviljinn, 11. júní 1972, 3.