Úrval - 01.05.1968, Side 34

Úrval - 01.05.1968, Side 34
32 URVAL Vegamálaskrifstofan segir að hætta á slysum aukist, ef þeir sem staddir eru á sama vegi, aka mishratt. Ef þeir sem hraðast aka vildu semja sig að akstri hinna, mundi mega bægja frá margri slysahættunni. Þegar bíll veltur út af vegi eða rekst á trjástofn, má eiga það víst að hættan er því meiri á slysum því hraðar sem ekið er, og því meiri hætta á stórslysi sem hrað- inn er minni, jafnvel þó að annað megi teljast valda,“ segir SRI. Dauðaslys og mikill hraði fara sam- an. Þegar ekið er á 60 km. hraða á klst, eða þar fram yfir, eykst slysahættan í hlutfalli við aukn- ingu hraðans, og sést þetta vel af skýrslum um slys þar sem fleiri en einn láta lífið. Goen gizkar á, að ef hámarks-ökuhraði væri lækk- aður um helming (og gengið ræki- lega eftir að þeim lögum væri hlýtt), mundi dauðaslysum fækka í 6.250 á ári, og jafnvel þó að hámarks- hræðinn væri ekki minnkaður nema um 20%, mundu 25.000 mannslífum þyrmt á ári hverju. Til þess þyrfti að lækka hámarks- hraðann úr 104 km. á klst í 80 og ennfremur í 64 á landleiðum, en á aðalumferðagötum í borgum ætti hraðinn helzt ekki að vera nema 25—30 km á klst. Ef hámarkshraðinn væri lækk- aður um 20%, mundu 77.000 mönn- um færra verða varanlegir öryrkj- ar á ári hverju, og minniháttar meiðslum fækka um 2.000.000, sparast mundu 4 milljarðar doll- ara á ári í viðgerðir á bílum, sem lent hefðu í árekstrum, en hins- vegar mundi hver maður sem ekur bíl, þurfa til þess 11 mínútna lengri tíma daglega, og mun það varla teljandi, að því er vinnutap snertir. Þessar 11 mínútur mundu koma á frístundirnar. Menn sjá ekki eins vel að nóttu sem degi, og er því skiljanlegt að fleiri slys verði að nóttu, og þó einkum dauðaslys. Ef hámarkshraði að nóttu væri minnkaður, mundi dauðaslysum fækka. Væri hann minnkaður um 20%, mundi þeim fækka um 13.000 á ári. Ef hámarks- hraði að degi væri lækkaður um 20% og hámarkshraði að nóttu um 40%, mundi dauðaslysum fækka um 33.000 á ári. Goen hefur ekki mikla trú á að fjögurra brauta þjóðvegir (superhighways) muni draga úr slysahættunni svo um muni. Hann segir menn vera of bjartsýna á gagnið af þeim. Það er algengt að menn kaupi sér hús í 30 km fjarlægð frá vinnu- staðnum, og er leyfilegt að aka svo hratt eftir fjölbrauta þjóðvegum að ekki fari nema 40 mín. í það að komast aðra leiðina, en á venju- legum þjóðvegi mundi það taka klukkustund. Ef ekki væri kostur á hinum fyrrnefndu vegum, mundi enginn kjósa að eiga heima svo langt frá vinnustað sínum, enda er ekki neitt við þetta unnið, 40 mín- útna akstur í viðbót og langtum meiri aksturskostnaður, þetta er það sem fjölbrautavegir tæla menn til að leggja á sig. í fyrsta sinn sem Goen bar fram þá tillögu að minnka skyldi há- marks-ökuhraðann, komu fram mótmæli úr öllum landshlutum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.