Úrval - 01.05.1968, Page 90

Úrval - 01.05.1968, Page 90
88 ÚRVAL ar. En skýjakljúfaþyrping þessi hef- ur til að bera annað, sem var þá algerlega nýtt, gott rými á milli bygginganna, næga birtu og heild- arsvip, sem er glæsilegur og gleður augað og gefur svæðinu sitt sérstaka svipmót. Douglas Haskell, fyrrver- andi ritstjóri arkitektatímaritsins „The Architectural Forum“, tókst að lýsa þessu vel, þegar hann skrif- aði, að Rockefeller Center hefði veitt New Yorkborg og íbúum hennar „meira rúm, meiri list og meiri gleði en nokkur önnur fram- kvæmd af sambærilegri stærð á sviði borgarendurskipulagningar. Ameríkumönnum þykir vænt um svæði þetta, en þó er ekki hægt að segja slíkt um aðrar slíkar meiri háttar tilraunir á þessu sviði.“ Það var ekki auðvelt fyrir Rocke- feller að ná hinu takmarki sínu, þ.e. að fá nægilegt í aðra hönd miðað við það fjármagn, sem lagt hafði verið fram, en þar var um 125 milljónir dollara að ræða. í fyrsta skipti í byggingarsögu skýjakljúfanna höfðu 15% bygg- ingarlóðanna verið tekin frá sem auð svæði. Og þessi staðreynd hafði sannfært marga þá, sem stunduðu fasteignaviðskipti eða reistu stórbyggingar, um að þetta fyrirtæki gæti alls ekki borið sig. En eftirspurnin eftir skrifstofuhús- næði jókst gífurlega með tilkomu síðari heimsstyrjaldarinnar, og Rockefeller Center tók að bera sig fjárhagslega snemma á fimmta áratug aldarinnar. Nú er allt húsnæði skýjakljúf- anna leigt út og jafnvel meira en það eða 110%. Þar er um að ræða leigjendur á biðlista, sem bíða eftir því, að einhver smuga losni. „Að- alvandamál okkar er að finna við- bótarrými fyrir þá leigjendur okk- ar, sem vilja auka við sig húsnæði," segir G. S. Eyssell, forstjóri Rocke- feller Center, Inc. Þrjár nýjar skrifstofubyggingar hafa bætzt í hópinn síðan 1947, og Rockefeller enter hefur gerzt aðili að rekstri tveggja annarra bygginga og gisti- húsi þar að auki. Er áætlað .verð- mæti allra fasteigna Rockefeller Center hefur gerzt aðili að rekstri ir dollara. „ROCKETTES-D ANSME Y J AR OG JÓLATRÉ" Og svo hóf skemtanaiðnaðurinn loks innreið sína í Rockefeller Center, er efnahagurinn tók að blómstra. Hið risavaxna Radio City Music Hall hefur orðið einn frægasti skemmtistaður Bandaríkj- anna. Hingað til hafa meira en 200 milljónir manna keypt aðgöngu- miða að þessum risasal til þess að sjá hinar frægu dansmeyjar, „The Rockettes“, dansa í undraverðu samræmi sem ein dansmær væri, sjá þar ballettsýningar og heila runu af frægum gestastjörnum og nýjustu stórkvikmyndirnar. Þess- ir gestir hafa verið alls staðar að úr heiminum. Þeir koma stundum rétt eftir dögun og standa þar í ferfaldri röð, sem nær út að næsta götuhorni, í þeirri von, að þeir, nái í sæti. Einn dag álitu lögregluþjón- arnir, að það biði þarna 10.000 manns til þess að reyna að ná í þau 6.200 sæti, sem eru í þessum risa- sal.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.