Úrval - 01.05.1968, Síða 91

Úrval - 01.05.1968, Síða 91
ROCKEFELLER CENTER 89 Rockefeller Center er nú orðið 35 ára gamalt, og er það hár aldur fyrir skýjakljúfa. Ein af ástæðun- um fyrir því að það gengur svona vel að fá leigjendur og framtíð þessa fyrirtækis er svo björt, er sú, að Rockefeller krafðist þess, að byggingarnar skyldu vera þannig úr garði gerðar, að þær „þjónuðu á sem allra beztan hátt“ þörfum þess fólks, sem skyldi nota þær. í stað þess að reisa skýja- kljúf og skipta svo hverri hæð í vissan fjölda af skrifstofum, byrjuðu arkitektarnir að hugsa sér mann við skrifborð. Þeir tóku það með í reikninginn, hversu mikla gluggabirtu hann þarfnaðist, hversu langt birtan mundi falla inn í bygginguna, hversu mikið rúm hann þyrfti fyrir skrifstofu ritara síns og fyrir ganginn fyrir framan skrifstofurnar. Á grundvelli slíkra útreikninga ákváðu þeir, að engin skrifstofa skyldi ná lengra en 27 fet frá gluggum. Á ytri veggjum er til skiptis 5 feta veggpláss, og svo kemur gluggi og svo koll af kolli. Því getur leigjandinn fest milli- vegg hvar sem er á þessu 5 feta breiða bili á milli glugganna á út- veggnum. Það er mikill munur á slíku eða hinu ósveigjanlega ein- ingakerfi í flestum nýju skýjakljúf- unum, sem hafa framhlið úr gleri. Þar verður að vera nokkurn veg- in viss stærð á öllum skrifstofun- um, vegna þess að það eru svo tak- markaðir möguleikar á að festa milliveggina á útvegginn. Rockefeller Center var einnig skipulagt þannig, að það drægi úr umferðarhnútum og öngþveiti og hvetti fólk til þess að ganga. Bíla- geymslur eru í 6 hæða byggingu, sem er að nokkru leyti neðanjarð- ar og tekur 700 bíla. Brú, sem liggur að affermingarpöllum neð- anjarðar, afgreiðir yfir 800 bíla á dag, sem afgreiða alls konar vör- ur til bygginganna. Fer sú af- greiðsla fram neðanjarðar. Neð- anjarðar eru líka gangbrautir, sem tengja saman allar byggingar Rockefeller Center. Brautir þessar eru hálf önnur míla á lengd sam- anlagðar, og meðfram þeim er fjöldi verzlana. Þetta gerir þúsundum fót- gangandi manna fært að ganga til og frá allra bygginganna og til neðanjarðarstöðva án þess að fara nokkru sinni yfir götu. Rockefeller Center nær yfir þrjár götulengdir og myndar nokk- urs konar opið svæði, eins konar bæjartorg eða þorpsflöt. A.m.k. geta New Yorkbúar víst tæplega vænzt þess að eignast annan stað, sem væri frekar í líkingu við bæj- artorg. Margir New Yorkbúar álíta jafnvel, að þetta torg sé í eigu borgarinnar. En það er rangt. Þar er um einkaeign að ræða, hluta af Rockefeller Center. Það er von, að þeir freistist til þess að álíta þetta, því að það er opið svæði hringinn í kringum sjálft torgið. Þar borð- ar fólk við borð úti á sumrin eins og á útiveitingastöðum í Evrópu, og þar er skautasvæði að vetrin- um. Þar eru einnig alls konar há- tíðahöld á opinberum frídögum og hátíðisdögum eða vegna móttöku frægra, erlendra gesta. Þar eru hljómleikar, blómasýningar og svo
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.