Úrval - 01.05.1968, Side 112

Úrval - 01.05.1968, Side 112
110 ÚRVAL anir til þess að tengja þessar fyr- irhuguðu endurbætur við endur- reisn borgarinnar. Ráðgjafar kon- ungs tóku því til óspilltra málanna að nýju. Þeir héldu langa fundi nótt sem nýtan dag og á fundum þessum tókst þeim að fullgera risa- áætlun, ekki aðeins áætlun um end- urbyggingu hinna brunnu húsa, heldur einnig um raunverulega endurfæðingu borgarinnar, þannig að Lundúnaborg mætti rísa að nýju, „meiri og fegurri“ en áður. Strætin áttu að hafa ákveðna breidd og húsin að standa alveg í beinni röð. Ekkert mátti skaga út í götuna. Það voru hvorki leyfð gluggaútskot né útskagandi upsir. Það voru aðeins leyfðar þrjár teg- undir húsa, og skyldu þau öll vera úr múrsteinum eða steini. Fjögurra hæða hús skyldi reisa við helztu göturnar, þriggja hæða hús við „ailþýðingarmiklar götur og þver- götur", en tveggja hæða hús aðeins við mjórri þvergötur. Kaupmanna- hús máttu ekki vera hærri en fjór- ar hæðir, jafnvel þótt þau sneru ekki að götu. Borgaryfirvöldin fengu vald til þess að láta stein- leggja göturnar og leggja svo á skatta fyrir kostnaðinum, einnig til þess að útnefna holræsafulltrúa til þess að tryggja hreinlæti. Og borg- aryfirvöldunum var einnig fengið í hendur vald til þess að banna „hættulegar og óæskilegar starfs- greinar" við þýðingarmiklar götur. Settur var á laggirnar sérstakur Elddómararéttur til þess „að koma í veg fyrir vandræði og deilur milli húseigenda og leigjenda húsa, sem eyðilögðust í hinum nýafstaðna, hræðilega eldsvoða“. í hinni nýju löggjöf voru einnig fyrirmæli um byggingarefni, og borgarar, sem bjuggu í úthverfunum, voru þar hvattir til þess að „grafa upp jarð- veg og búa til úr honum múr- steina“. Þar að auki var trésmið- um, húsgagnasmiðum, múrurum og öðrum iðnaðarmönnum boðið að koma til Lundúna og þeim leyft að vinna þar án nokkurra takmarka næstu 7 árin. Eftir að gerðar höfðu verið nokkrar breytingar á endurbygg- ingaráætluninni og hún hafði ver- ið mikið rædd, samþykktu báðar deildir þingsins hana, og hlaut hún síðan konunglegt samþykki 8. febrúar 1667. „ÉG MUN RÍSA AÐ NÝJU“ Þegar jarðvegurinn byrjaði að þiðna um vorið, tóku landmæling- armenn að mæla fyrir fyrstu nýju götunum og húsagrunnunum. Og í kjölfar þeirra komu svo verka- mennirnir og iðnaðarmennirnir. Vagnar fóru skröltandi inn í rúst- irnar, hlaðnir múrsteinum, timbri og hellum. Endurbygging borgarinnar var risavaxið verkefni, sem átti sér enga hliðstæðu, og hún átti eftir að standa yfir áratugum saman. Yfir 1200 ný hús höfðu verið fullgerð, þegar komið var fram á sumarið 1668. Og ári síðar voru 1600 ný hús í smíðum. Um haustið 1670 var framkvæmd byggingaráætlunar- innar komin svo langt áleiðis, að hægt var að snúa sér að endur- reisn hinna hrundnu kirkna. Samtals 84 af kirkjum Lundúna
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.