Úrval - 01.05.1968, Page 119
SITT AF HVERJU UM GAGNSEMI
117
ur læknum. Nokkrar orsakir eru
þó þekktar, sem örugglega geta
valdið vansköpunum, og munum við
gera þær að umtalsefni hér á eftir.
HÆTTUR FYRIR FÓSTRIÐ
Á fyrstu vikum þróunar fóst-
ursins verða flestar vanskapanir til.
Efni, sem geta valdið heilsutjóni
hjá fóstrinu, valda skaða a.m.k.
með þrennum hætti: Þau geta í
fyrsta lagi skaðað heilsufar móð-
urinnar og þar með valdið lélegra
umhverfi fyrir fóstrið og skaðað
heilsu þess á þann hátt óbeint. í
öðru lagi geta þau verkað beint á
fóstrið og spillt þannig heilsu þess.
í þriðja lagi geta báðir þessir fyxr-
nefndu orsakaþættir valdið heilsu-
tjóni hjá fóstrinu. Athygli lækna
beinist aðallega að fjórum tegund-
um orsaka, sem geta orðið til tjóns
fyrir fóstrið: 1. Smitsjúkdómar
(gerlar og veirur), 2. Nœringar-
skortur, 3. Eitranir, 4. Geislun.
Sú tegund veirusmitunar, sem
þekktust er til að valda fóstrinu
skaða eru rauðir hundar. Talið er
að helmingur þeirra fóstra, sem
sýkjast af rauðum hundum á fyrstu
vikum meðgöngutímans verði fyr-
ir tjóni á líkamsvefjum. Þetta er
þó ekki algeng orsök vansköpunar,
vegna þess, að sýking skeður aðeins
einu sinni á ævinni, og oftast á
æskuárum. Hliðstæða sjúkdóma
fóstra af völdum annarra veiru-
sjúkdóma hefur ekki tekist að sýna
fram á. Afleiðingar af öðrum teg-
undum smitunar hefur ekki tekizt
að meta jafnvel og þessa, það ligg-
ur þó í augum uppi að engin smit-
un, hvorki móður né fósturs um
meðgöngutímann verður til heilsu-
bótar.
Næringarástand fólks í mörgum
löndum hefur batnað á síðustu ár-
um. Ástæðan til þess að fækkun hef-
ur orðið á andvana fæddum börn-
um á síðustu árum er rakin til meiri
velmegunar fólksins. En hitt er rétt
að árétta, að fækkun á vansköp-
uðum börnum hefur ekki orðið
samfara velsæld fólksins.
Eftir síðasta stríð var víða hung-
ur í Evrópu. Athuganir sem gerðar
hafa verið, hafa ekki sýnt fram á
að það hefði í för með sér aukn-
ingu vanskapaðra barna. í stórum
dráttum má segja að batnandi lífs-
kjör fólksins hafi ekki valdið breyt-
ingum á tíðni vanskapaðra barna.
ÝMISLEGT í MANNAMAT
Um fæðuna og skaðleg efni í
henni má minna á, að hver, sem
kaupir í matinn í venjulegri nú-
tímaverzlun getur vart komizt hjá
að kaupa meira og minna af vöru,
sem inniheldur efni af ýmsu tagi.
Sum þessara efna hafa lífefnafræði-
leg áhrif og önnur eru beinlínis
skaðleg, þó oft sé erfitt að gera sér
grein fyrir magni skaðans, sem
neyzlu þeirra er samfara. Erlend-
is er kálfum og kjúklingum gefið
hormón til að auka vöxtinn og jafn-
framt er stundum sett í fæðu þeirra
fúkalyf. Grænmeti til manneldis
er varðveitt um vaxtartímann með
skordýraeitri og illgrasaeitri. Sums-
staðar erlendis eru þvottaefni not-
uð svo mikið, að þau koma fram
í drykkjarvatni, sem þó hefur verið
hreinsað að vissu marki. Öflug
bleikiefni eru notuð til að fá hveiti