Úrval - 01.05.1968, Síða 119

Úrval - 01.05.1968, Síða 119
SITT AF HVERJU UM GAGNSEMI 117 ur læknum. Nokkrar orsakir eru þó þekktar, sem örugglega geta valdið vansköpunum, og munum við gera þær að umtalsefni hér á eftir. HÆTTUR FYRIR FÓSTRIÐ Á fyrstu vikum þróunar fóst- ursins verða flestar vanskapanir til. Efni, sem geta valdið heilsutjóni hjá fóstrinu, valda skaða a.m.k. með þrennum hætti: Þau geta í fyrsta lagi skaðað heilsufar móð- urinnar og þar með valdið lélegra umhverfi fyrir fóstrið og skaðað heilsu þess á þann hátt óbeint. í öðru lagi geta þau verkað beint á fóstrið og spillt þannig heilsu þess. í þriðja lagi geta báðir þessir fyxr- nefndu orsakaþættir valdið heilsu- tjóni hjá fóstrinu. Athygli lækna beinist aðallega að fjórum tegund- um orsaka, sem geta orðið til tjóns fyrir fóstrið: 1. Smitsjúkdómar (gerlar og veirur), 2. Nœringar- skortur, 3. Eitranir, 4. Geislun. Sú tegund veirusmitunar, sem þekktust er til að valda fóstrinu skaða eru rauðir hundar. Talið er að helmingur þeirra fóstra, sem sýkjast af rauðum hundum á fyrstu vikum meðgöngutímans verði fyr- ir tjóni á líkamsvefjum. Þetta er þó ekki algeng orsök vansköpunar, vegna þess, að sýking skeður aðeins einu sinni á ævinni, og oftast á æskuárum. Hliðstæða sjúkdóma fóstra af völdum annarra veiru- sjúkdóma hefur ekki tekist að sýna fram á. Afleiðingar af öðrum teg- undum smitunar hefur ekki tekizt að meta jafnvel og þessa, það ligg- ur þó í augum uppi að engin smit- un, hvorki móður né fósturs um meðgöngutímann verður til heilsu- bótar. Næringarástand fólks í mörgum löndum hefur batnað á síðustu ár- um. Ástæðan til þess að fækkun hef- ur orðið á andvana fæddum börn- um á síðustu árum er rakin til meiri velmegunar fólksins. En hitt er rétt að árétta, að fækkun á vansköp- uðum börnum hefur ekki orðið samfara velsæld fólksins. Eftir síðasta stríð var víða hung- ur í Evrópu. Athuganir sem gerðar hafa verið, hafa ekki sýnt fram á að það hefði í för með sér aukn- ingu vanskapaðra barna. í stórum dráttum má segja að batnandi lífs- kjör fólksins hafi ekki valdið breyt- ingum á tíðni vanskapaðra barna. ÝMISLEGT í MANNAMAT Um fæðuna og skaðleg efni í henni má minna á, að hver, sem kaupir í matinn í venjulegri nú- tímaverzlun getur vart komizt hjá að kaupa meira og minna af vöru, sem inniheldur efni af ýmsu tagi. Sum þessara efna hafa lífefnafræði- leg áhrif og önnur eru beinlínis skaðleg, þó oft sé erfitt að gera sér grein fyrir magni skaðans, sem neyzlu þeirra er samfara. Erlend- is er kálfum og kjúklingum gefið hormón til að auka vöxtinn og jafn- framt er stundum sett í fæðu þeirra fúkalyf. Grænmeti til manneldis er varðveitt um vaxtartímann með skordýraeitri og illgrasaeitri. Sums- staðar erlendis eru þvottaefni not- uð svo mikið, að þau koma fram í drykkjarvatni, sem þó hefur verið hreinsað að vissu marki. Öflug bleikiefni eru notuð til að fá hveiti
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.