Úrval - 01.11.1968, Page 19

Úrval - 01.11.1968, Page 19
FRIEDRICH NIETZSCHE 17 hlið heimspeki hans. Gagnrýni sína birti hann í mörgum ritum á tíma- bilinu 1876—1883, hlaut ámæli fyrir, en litla viðurkenningu. Þó að Nietzsche afneitaði lífinu eins og því var lifað, var hann ekki síður boðberi hins nýja lífs. í síð- ari verkum sínum — Svo mælti Zarathustra, Handan góðs og ills, Antikristur o.fl. — skýrir hann nánar framtíðarmynd sína, þar sem venjulegt fólk átti að halda áfram að lifa sínu venjulega lífi, en að öðru leyti átti tilveran að snúast um það eitt að veita ofurmennunum fullkomið frelsi. Hann skrifaði: „Takmarkið er ekki mannkynið heldur ofurmennið.... markmið mitt er að skapa veru, sem stendur öllum öðrum lífverum á jörðinni miklu framar“. Og hvernig áttu ofurmennin að vera? Þau áttu að vera hraust á líkama og sál, eigingjörn og sérgóð, og umfram allt miskunnarlaus, því að miskunnsemi gerir menn veik- lundaða. Þeir áttu að vera herrar lífsins, stoltir, glaðir, frjálsir og hugmyndaríkir, en þó jafnframt gæddir karlmennsku og þjálfaðir í sjálfsaga. Þeir áttu að lifa „handan góðs og ills“ eða öllu heldur sam- kvæmt nýjum reglum um gott og illt, sem einungis voru miðaðar við þá sjálfa. Allt sem jók vald þeirra og athafnafrelsi var gott, en hitt, sem takmarkaði áhrif þeirra, svo sem guðshugmyndir, siðferðisreglur eða lög, var slæmt. Nietzsche sagði, að það væri enginn guð til, en hann ætlaði að gera mennina að guðum. Til þess að geta metið þessa hug- sjón Nietzsches réttilega, verðum við að minnast hinna margvíslegu áhrifa i lífinu, sem veikja persónu- leika okkar og beina honum á aðr- ar brautir en við höfum ætlað. Kenning Nietzsches var sú, að mað- urinn ætti að gera sjálfan sig að miðdepli lífsins og verða þannig frjáls og hamingjusamur. Hann sýndi líka dæmafátt hugrekki, þeg- ar hann dirfðist að kryfja líf nú- tímamannsins til mergjar og birta niðurstöður sínar hiklaust. En eng- ar framfarir eru hugsanlegar, nema til séu menn, sem þora að gagnrýna viðurkennd trúaratriði, og annað- hvort hafna þeim, eða láta sann- færast og gera þau að sínum. En kenningar Nietzsches urðu honum sjálfum til ógæfu, og ef til vill má segja, að þær hafi síðar hrundið mannkyninu fram á glöt- unarbarm. Bækur hans urðu mjög vinsælar meðal ungs fólks í Þýzka- landi upp úr síðustu aldamótum, en eins og ávalt, þegar almenningur tileinkar sér kenningar mikils hugs- uðs, voru hugmyndir hans fljótlega brenglaðar og afskræmdar. Fólk hirti það af kenningum hans, sem það kærði sig um, en hafnaði hinu. Auðvitað voru menn hrifnir af of- urmenninu ekki sízt í hinu kreddu- bundna og miðaldalega samfélagi þýzka keisaradæmisins. Margir voru líka fegnir að losna við allar siða- kenningar. Afleiðingin varð óstýri- læti unga fólksins, það vildi fara sínu fram, hvað sem öllum boðum og bönnum leið. Eftir fyrri heimsstyrjöldina, þeg- ar þýzka þjóðin hafði verið sigruð, svalt heilu hungri og var stjórnað af veikum ríkisstjórnum, var eðli-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.