Úrval - 01.11.1968, Side 25

Úrval - 01.11.1968, Side 25
ATBURÐUR í EYÐIMÖRKINNI 23 á hnífsblaðið. Böðullinn, kom mér í hug. Það hlýtur að hafa verið rétt á undan þessu sem mér hefur tekizt að yfirbuga ótta minn. Ég titraði ekki lengur, og krampakenndir kippirnir í andlitinu hurfu. Ég var orðinn stæltur og hugur minn var skýr og vakandi. Svona áttu þá ævilokin mín að verða. Jæja þá, bezt að Ijúka því sem fyrst af. Ég ætlaði að taka til máls, en þá sá ég svipbreytingu á andliti stúlk- unnar, sem stöðvaði mig. Dökkir stuttklipptir lokkarnir léku um þetta smáa höfuð, sem teygðist nú fram af hálsinum í ákafri einbeitingu og augun leiftr- uðu bjartar en mánaskinið sem speglaðist í þeim. Augu hennar og mannsins með langa hnífinn mætt- ust og leit hvorugt undan. Maðurinn hóf hnífinn ógnandi á loft, steig eitt skref fram og þreif í léttiskóna, sem stúlkan hélt upp að brjósti sér. Annar skórinn féll nið- ur og heyrðist skella á sandinum, en hinum sem hann hafði gripið í, hélt hún með föstu taki. Dálítil viðureign fór þarna fram. Ég fylgdist með hendi mannsins með hnífinn, en þá höndina hreyfði hann ekki. Aldrei hvikuðu augu Gazellu af honum; það var nærri því eins og þau lömuðu hann. Þar sem hann náði ekki að hrifsa af henni léttiskóna, héldu bæði taki sínu, án þess að segja orð. Þá tók hún til orða. Eins og flestir úr hópi landnema, kunni hún að tala hina frönskublönduðu arab- isku þessa landshluta, og skildi ég efnið í því sem hún sagði. „Nei, sagði hún — og röddin var róleg og styrk — „ég leyfi þér ekki að stela af mér skónum“. Mennirn- ir störðu á hana opnum augum. Hikleysi hennar kom þeim á óvart. „Hversvegna það? Leyfi ég, að þú takir þá, er ég orðin meðsek um að þú gerir þig að þjófi. Allah elskar og virðir stríðsmanninn. Þjófinn fyrirlítur hann.“ Orð henn- ar heyrðust skýrt og rétt. Hún hélt máli sínu áfram.“ En þeir menn eru til sem Allah hefur enn meiri vanþóknun á en þjófum. Það eru lyddurnar. A þær leggur hann alla reiði sína!“ Hún þagnaði snöggvast, en sagði svo: „Þið eruð þrír ungir menn, í blóma aldurs ykkar. Þið voruð stríðsmenn málefnis, sem þið álituð vera rétt og satt. Hreysti ykkar og þrek hefur vissulega fallið Allah vel í geð. Frammi fyrir ykkur stendur maður, sem er mun eldri en þið, og ber ykkur því að sýna honum virðingu. Hann er aðkomumaður handan um haf. Hann vissi um erfðaskyldur feðra ykkar gagnvart ókunnugum, og treysti á þær. Sjáið, hann er hér kominn án hnífs og án byssu. Þið megið ekki bregðast trausti hans.“ Sakbitinn hugsaði ég til skamm- byssunnar, sem ég hafði skilið eftir. Ég brann af löngun til að líta á stúlkuna, en áræddi ekki að snúa höfðinu. Hin minnsta hreyfing hefði getað rofið töfra þá sem stúlkan hafði komið á stigamennina. „Og við hlið hans er aðeins auð- sveip eiginkona hans“. Hún lét orð- in tala máli sínu.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.