Úrval - 01.11.1968, Page 25
ATBURÐUR í EYÐIMÖRKINNI
23
á hnífsblaðið. Böðullinn, kom mér
í hug.
Það hlýtur að hafa verið rétt á
undan þessu sem mér hefur tekizt
að yfirbuga ótta minn. Ég titraði
ekki lengur, og krampakenndir
kippirnir í andlitinu hurfu. Ég var
orðinn stæltur og hugur minn var
skýr og vakandi. Svona áttu þá
ævilokin mín að verða. Jæja þá,
bezt að Ijúka því sem fyrst af. Ég
ætlaði að taka til máls, en þá sá
ég svipbreytingu á andliti stúlk-
unnar, sem stöðvaði mig.
Dökkir stuttklipptir lokkarnir
léku um þetta smáa höfuð, sem
teygðist nú fram af hálsinum í
ákafri einbeitingu og augun leiftr-
uðu bjartar en mánaskinið sem
speglaðist í þeim. Augu hennar og
mannsins með langa hnífinn mætt-
ust og leit hvorugt undan.
Maðurinn hóf hnífinn ógnandi á
loft, steig eitt skref fram og þreif í
léttiskóna, sem stúlkan hélt upp að
brjósti sér. Annar skórinn féll nið-
ur og heyrðist skella á sandinum,
en hinum sem hann hafði gripið í,
hélt hún með föstu taki.
Dálítil viðureign fór þarna fram.
Ég fylgdist með hendi mannsins
með hnífinn, en þá höndina hreyfði
hann ekki. Aldrei hvikuðu augu
Gazellu af honum; það var nærri
því eins og þau lömuðu hann. Þar
sem hann náði ekki að hrifsa af
henni léttiskóna, héldu bæði taki
sínu, án þess að segja orð.
Þá tók hún til orða. Eins og
flestir úr hópi landnema, kunni hún
að tala hina frönskublönduðu arab-
isku þessa landshluta, og skildi ég
efnið í því sem hún sagði.
„Nei, sagði hún — og röddin var
róleg og styrk — „ég leyfi þér ekki
að stela af mér skónum“. Mennirn-
ir störðu á hana opnum augum.
Hikleysi hennar kom þeim á óvart.
„Hversvegna það? Leyfi ég,
að þú takir þá, er ég orðin meðsek
um að þú gerir þig að þjófi. Allah
elskar og virðir stríðsmanninn.
Þjófinn fyrirlítur hann.“ Orð henn-
ar heyrðust skýrt og rétt. Hún hélt
máli sínu áfram.“ En þeir menn
eru til sem Allah hefur enn meiri
vanþóknun á en þjófum. Það eru
lyddurnar. A þær leggur hann alla
reiði sína!“
Hún þagnaði snöggvast, en sagði
svo: „Þið eruð þrír ungir menn, í
blóma aldurs ykkar. Þið voruð
stríðsmenn málefnis, sem þið álituð
vera rétt og satt. Hreysti ykkar og
þrek hefur vissulega fallið Allah
vel í geð.
Frammi fyrir ykkur stendur
maður, sem er mun eldri en þið,
og ber ykkur því að sýna honum
virðingu. Hann er aðkomumaður
handan um haf. Hann vissi um
erfðaskyldur feðra ykkar gagnvart
ókunnugum, og treysti á þær. Sjáið,
hann er hér kominn án hnífs og
án byssu. Þið megið ekki bregðast
trausti hans.“
Sakbitinn hugsaði ég til skamm-
byssunnar, sem ég hafði skilið eftir.
Ég brann af löngun til að líta á
stúlkuna, en áræddi ekki að snúa
höfðinu. Hin minnsta hreyfing hefði
getað rofið töfra þá sem stúlkan
hafði komið á stigamennina.
„Og við hlið hans er aðeins auð-
sveip eiginkona hans“. Hún lét orð-
in tala máli sínu.