Úrval - 01.11.1968, Blaðsíða 27
ATBURÐUR t EYÐIMÖRKINNI
25
Léttur andvari var farin að bær-
ast og skýin dreifðust óðum. Tungls-
birtunni brá yfir og lagði ýmist
svarta skugga eða skínandi silfur-
gljáa yfir sandhólalandslagið. Ég
fann að ég var frjáls og óttalaus,
en það er ein sú tilfinnig sem karl-
manni finnst mest um vert. En
Gazella er, eins og ég átti eftir að
komast betur að raun um, ein af
þeim fáu, sem ekki vita hvað ótti
er.
Ég þekki hana og veit hvernig
hún er. En hverjum hún muni vera
gift, það verður lesandinn að segja
sér sjálfur.
FERÐU NOKKURN TlMA í GÖNGUFE'RÐ SOFANDI ?
Það er eitthvað óhugnanlegt við svefngöngu. Um miðja nótt rís
einhver skyndilega upp úr rúminu (oft án þess að klæða sig) og legg-
ur af stað í ferð, sem hann veit ekkert um.
Stundum er ekki um lengri ferð að ræða en svolitla gönguferð um
húsið. En til þess eru dæmi, að svefngenglar hafa yfirgefið heimili
sín og ferðazt mílum saman fótgangandi, og hafa þeir þá alltaf star-
að beint fram fyrir sig. Sumir hafa jafnvel ekið farartækjum í svefni.
Þeir geta séð, hvert þeir fara, en láta sig að öðru ieyti umhverfið
engu skipta. Þeir sýna engin viðbrögð gagnvart því.
Það er ekki langt síðan, að ungur hermaður klæddi sig sofandi í
herskála sinum, fægði alia hnappa vandlega og fór út til þess að
gegna varðmannsstörfum án þess að vakna.
Áhugasamur golfleikari vaknaði skyndilega við það, að hann var
að slá kúlu úti á golfvelli. Hann hafði ekki hina minnstu hugmynd
um það, hvernig hann komst þangað. Og eiginkona ein ók bifreið
mannsins sins meira en 20 mílna leið heiman frá sér, áður en hún
vaknaði. Hún vaknaði þá skyndilega, þegar hún sá framljós vöru-
bifreiðar, sem kom á móti henni.
Þúsundir manna fara líklega í stuttar miðnæturgöngur án þess að
hafa hugmynd um það. Börnum, og þá einkurn gáfuðum börnum,
hættir sérstaklega til þess að ganga í svefni, þótt þau losni reyndar
venjulega við þennan vana sinn fremur fljótlega.
Sálfræðingar segja, að svefngönguna megi oftast rekja til þeirrar
staðreyndar, að svefngengillinn sé að glíma við eitthvert vandamál.
Þar gera sálfræðingarnir engan mun á ungum og gömtum. Kannske
eygir svefngengillinn einhverja lausn og fer svo á fætur, haldinn ein-
hverri óljósri hugmynd um, hvað hann skuli gera til þess að leysa
þetta vandamál.
Einnig hefur komið fram sú kenning, að þessi likamshreyfing geti
orsakazt af ómeðvitaðri löngun til þess að losna við vandamálið. En
hver sem ástæðan kann nú að vera, þá er það augsýnilegt, að svefn-
genglar geta komið sér í mjög hættulegar aðstæður með þessu rölti
sínu.