Úrval - 01.11.1968, Qupperneq 41

Úrval - 01.11.1968, Qupperneq 41
HÚSMÆÐUR SEM VINNA ÚTI 39 jafnvel meiri ef konan fór, viljandi til starfa utan heimilis. Aðra víð- tæka rannsókn gerðu nokkrar kon- ur (starfandi hjá Shellfélaginu) með sérstakri hliðsjón af vanda- málum vinnandi konu í sam- bandi við ábyrgð hennar gagnvart starfinu annarsvegar og heimilinu hinsvegar. Hluti af þessari rann- sókn snerti sérstaklega giftar kon- ur, sem starfa úti, og vakti athygli á nauðsyn þess að þeim yrði veitt aðstaða til að vinna hluta úr degi. Stj órnarskrifstofur Shellfélagsins urðu fyrst verulega varar við þess- ar nýju aðstæður og möguleika, þegar félagið tók sína miklu mið- stöð til notkunar. Fjölmargar skrif- stofur fluttu þá burt frá miðborg Lundúna, og þetta skapaði sam- gönguerfiðleika fyrir margar starf- andi stúlkur á vegum félagsins. Ennfremur var tekin upp vélritun eftir segulbandi samtímis þessari tilfærslu á aðsetri, og margt starfs- fólk var í minna lagi hrifið af þessari breytingu, eða með öðrum orðum, það sagði upp. Þá tókst að fylla skörðin að verulegu leyti með giftum konum. Langflestar voru nálægt miðjum fertugsaldri, og höfðu gengið annaðhvort í gagn- fræðaskóla eða menntaskóla, áttu börn á skólaaldri, og stundum var eitthvað af þeim börnum enn í barnaskóla. Ástæðurnar til þess að þessar konur vildu fara að vinna á nýján leik, voru mjög á eina leið: „Börn- in eru nú farin að stækka, og þeg- ar ég sá auglýsinguna, þá datt mér í hug að unnt væri að bæta fjár- haginn og jafnframt að verða sjálf- stæðari í eigin persónu, því sjálf- stæði tapa margar mæður með ár- unum.“ Þetta sögðu þær og annað líkt. Svo voru margar sem töluðu um að þeim leiddist. „Nú eru krakk- arnir komnir á legg og þar með fengin ýmis skilyrði til að spara sér vinnu, og þá hef ég líka mik- inn tíma afgangs. Ég hef heldur lítinn áhuga á kaffiboðum hér í nágrenninu eða á slúður samkund- um.“ Vandinn við að komast aftur upp á lag með vinnuna, sem sumar hinna fyrstu voru dálítið hræddar um að vefjast myndi fyrir sér, reyndist yfirleitt auðleystur. Það var eins og ein þeirra sem ráðnar voru til vélritunar sagði síðar: „Að vélrita, það er eins og að synda. Þegar búið er að læra það gleym- ist það ekki framar.“ Að því er snertir konurnar sjálf- ar, þá telja margir að heilsufar þeirra batni og að þær fái fjöl- breyttari áhugamál við það að fara að vinna úti. Áður fannst börnun- um þau eiga gott og þægilegt at- hvarf hjá móður sinni, nú líta þau upp til hennar vegna fjárráða henn- ar, og ekki þá sízt ef hún vinnur hjá frægu olíufélagi. Aukatekjurn- ar koma sér vel, hvenær skyldu við- bótartekjur ekki gera það, og svo kunna þessar konur vel við sig á skrifstofum félagsins. Margar hinna giftu kvenna unnu þegar þær voru yngri hjá minni fyrirtækjum, og gera sér því betur grein fyrir kost- um þess og hlunnindum að vinna hjá slíku fyrirtæki, en ungu stúlk- urnar sem koma beint út úr skól- anum í starfið. Giftar konur eru ráðnar til sjálf-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.