Úrval - 01.11.1968, Qupperneq 49

Úrval - 01.11.1968, Qupperneq 49
BESSASTAÐlR 47 allir áhöfn. Út af þessu varð mikil rekistefna og milliríkjamál, og upp úr þessu setti Danakonungur til hirðstjórnar á íslandi alkunnan sjó- garp, Sören Norby. Hann sat á Bessastöðum, og er sagt, að hann hafi fyrstur orðið til að sigla upp Seyluna, er síðan varð höfn Bessa- staða. Sá maður, sem einna mestar sög- ur fara af á Bessastöðum um miðja 16. öld, er kóngsfógetinn Diðrik von Mynden. Hann hafði verið all- lengi á íslandi og var af þýzku bergi brotinn. Bróðir hans, Kort von Mynden, var lengi kaupmaður í Hafnarfirði, og hefur þess verið getið til, að Diðrik hafi komið hing- að fyrst til kaupsýslu. Diðrik von Mynden var uppivöðslusamur og fór um með barsmíðum og grip- deildum, en tvær ferðir hans frá Bessastöðum eru sögulegastar, hin fyrri þegar hann ásamt Kláusi hirð- stjóra var de Marvitzen tók Við- eyjarklaustur á hvítasunni 1539, brutu þar upp hús og hirzlur, hröktu heimafólk nakið upp úr rúmum sínum, börðu menn og bundu, rændu og rupluðu. Hin förin var, er Diðrik fór við tíunda mann í önd- verðum ágústmánuði 1539 austur yfir fjall til þess að taka klaustrin í Kirkjubæ og Þykkvabæ. Þetta var ekki fjölmennur flokkur, en þó lét Diðrik svo um mælt, að ekki mundi hann þurfa nema sjö menn til að leggja undir sig landið allt. Þetta fór þó á annan veg, því að í þessari ferð drápu íslendingar Dið- rik fógeta í Skálholti. Það var síðan á Bessastöðum, að þeir hittust seinast í maí 1541 for- ráðamenn hins nýja siðar og kon- ungs, Gissur biskup Einarsson og Kristófer Hvítfeldur hirðstjóri. Þar munu þeir hafa ráðið þeim ráðum, er síðar komu fram, en 5. júní sigldi Hvítfeldur hirðstjóri frá íslandi og hafði með sér fanginn Ögmund biskup Pálsson, er lézt í hafi. Enn eru fleiri atburðir siðaskipt- anna tengdir við Bessastaði eða Bessastaða menn. Haustið 1550 var helzt til forstöðu á Bessastöðum Kristján skrifari, eins og hann hef- ur verið nefndur, en Kristján var fógeti eða umboðsmaður höfuðs- mannsins, Lauentiusar Múle. Krist- ján hafði áður verið bæjarstjórnar- skrifari í Kaupmannahöfn, og af því mun viðurnefni hans dregið. Þegar andstæðingar Jóns Arason- ar höfðu sigrazt á honum, var fyrst gert ráð fyrir því, að hann og synir hans, Björn og Ari, skyldu geymd- ir í haldi og látnir bíða alþingis- dóms samkvæmt lögum og lands- rétti. Átti að skipta þeim á höfuð- ból sigurvegaranna, Bessastaði, Skálholt og Snóksdal, en þessi ráða- gerð fórst fyrir, af því að Kristján skrifari treysti sér ekki til að halda neinn þeirra af ótta við fylgismenn þeirra meðal norðlenzkra útróðrar- manna um Suðurnes. Þá var afráð- ið, að öxin og jörðin geymdu þá bezt. Sent var eftir böðlinum til Bessastaða, og segir svo í gömlum þætti, að hann héti Jón Ólafsson, herfileg kind sunnlenzk, og hafði hann ekki réttað áður utan einn mann. Segja má að á árunum 1551 til 1555 hafi ísland verið hernumið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.