Úrval - 01.11.1968, Síða 54

Úrval - 01.11.1968, Síða 54
52 sem getur bjargað okkur. Hvar er hann?“ „En hann er bara celloleikari“, sagði annar, „hann kann ekki að stjórna hljómsveit. Auk þess er hann ekki viðstaddur — það komu skilaboð frá honum um að hann væri veikur“. Það varð þó úr að nokkrir menn úr hlj ómsveitinni læddust út um hliðardyr og hröðuðu sér til hótels- ins, þar sem Toscanini bjó. í fyrstu vildi hann ekki hleypa þeim inn, en þeir sögðu honum þá frá öllum málavöxtum og grátbáðu hann um að koma, því að öðrum kosti mundu áhorfendur ráðast á hljómsveitar- mennina. Þeir höfðu gilda ástæðu til að vera óttaslegnir. Hljómsveitin hafði sem sé neitað að leika undir stjórn frægasta hljómsveitarstjóra Brasi- íu, Leopoldo Miguez, af því að hún taldi hann ekki nógu færan, og á æfingum hafði hljómsveitin verið mjög ósamvinnuþýð og gert margar skyssur af ásettu ráði. Miguez fór í fússi og skrifaði grein um málið í blað einn daginn eftir, þar sem hann hélt því fram, að ítalarnir hefðu verið honum svona óvinveitt- ir af því að hann var Brasilíumað- ur. Af þessu stöfuðu öll ólætin. Toscanini var tregur til að verða við beiðni þeirra. Hann sagði að þeir hlytu að vera brjálaðir. Var hann ekki líka ítali? Og hvernig gat hann, nítján ára gamall cello- leikari, stjórnað þessu mikla verki? Það var blátt áfram hlægileg fjar- stæða .... Þeir urðu bókstaflega að draga hann til óperuhússins og stilla ÚRVAL honum upp fyrir framan hljóm- sveitina. Áhorfendurnir voru annaðhvort orðnir þreyttir á uppþotinu eða þeir urðu steinhissa að sjá þennan ung- ling sem hljómsveitarstjóra — svo mikið er víst, að þeir þögnuðu. Toscanini notaði tækifærið og gaf hljómsveitinni merki um að hefja leikinn. í fyrstu leit hann ekki á nóturn- ar fyrir framan sig, en stjórnaði algerlega eftir minni. En hann hafði ekki stjórnað lengi, þegar hann varð gagntekinn af við- fangsefninu og söngvarar og hljóm- sveit voru fullkomlega á valdi hans. Þegar leið á leikinn, gleymdu óperugestirnir gremju sinni og urðu æ hrifnari, unz þeir að lokum risu á fætur og klöppuðu ákaft fyrir hljómsveitinni og hinum unga stjórnanda hennar. Toscanini lagði frá sér tónsprot- ann, hneigði sig fyrir áhorfendum og hvarf bak við sviðið. Félagar hans fóru að leita að honum og báðu hann um að koma aftur fram, til þess að þakka viðtökurnar, en hann hristi bara höfuðið. „Þetta fór ekki vel,“ sagði hann dapurlega, „ég gerði tvær vitleysur". Þó að hann væri ekki nema nítj- án ára, var fullkominn flutningur orðinn ófrávíkj anleg krafa hans. Arturo Toscanini, frægasti hljóm- sveitarstjóri sem uppi hefur verið, fæddist í borginni Parma á Ítalíu 25. marz árið 1867. Faðir hans, Claudio, var klæðskeri að iðn, en sló slöku við vinnuna, því að hann vildi miklu heldur sitja á kaffihús- um allan daginn og ræða um stjórn-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.