Úrval - 01.11.1968, Page 55

Úrval - 01.11.1968, Page 55
ARTURO TOSCANINI 53 mál og bardaga við vini sína. Kona hans, Paola, sem var saumakona, var aðalfyrirvinna heimilins, og Toscanini minntist þess síðar að hann hafði aldrei bragðað kjöt með- an hann var barn. Helzta fæðan var brauð, ostur og súpa, enda voru börnin oft svöng. Eitt sinn, þegar Toscanini hafði verið boðið til frænku sinnar og hafði borðað þar yfir sig, varð móðir hans fokvond, því að hún vildi ekki að skyld- fólkið kæmist að því að börnin hennar væru svöng af því að faðir þeirra nennti ekki að vinna. Hvorki Claudio né Paolo voru músikölsk, og það var því ein- skær tilviljun að söngkennari í ná- grenninu, frú Vernoni, veitti því athygli, að hinn átta ára gamli Tos- canini gat leikið á píanóið hennar lagstúf, sem hann hafði heyrt einu sinni áður. Hún taldi foreldra hans á að koma honum á Tónlistarskól- ann í Parma næsta ár, enda þótt þau hefðu varla efni á því. Þetta tókst, og drengurinn stóð sig svo vel. að honum var veittur styrkur til að ljúka náminu. í Tónlistarskólanum voru allir nemendurnir í einkennisbúningum, bjuggu í litlum og þröngum her- bergjum og lutu mjög ströngum aga. Samt var Toscanini ánægður með hlutskipti sitt. Hann hafði ekki áhuga á neinu nema músik. Skólinn átti mikið safn tónbókmennta og hann eyddi öllum frístundum sín- um til að kynna sér það. Auk aðal- námsgreinarinnar, sem var cello- leikur, lærði hann að leika á píano og stjórna hljómsveit, og fékk hann skólafélaga sína til að mynda hljóm- sveit svo að hann gæti æft sig. Skólayfirvöldin voru í fyrstu mót- fallin því að Toscanini fengist við svo mörg viðfangsefni, en hann var svo góður nemandi, að þau létu að óskum hans, og hann fékk meira að segja að leika stundum með óperuhlj ómsveit borgarinnar. Þar fékk hann tækifæri til að leika í Lohengrin eftir Wagner, en um þann atburð sagði hann mörgum árum seinna, að þá hefði honum fyrst opinberazt óviðjafnanleg snilligáfa Wagners. Aðdáun hans á hinu þýzka tónskáldi dvínaði aldrei upp frá því. Hann varð líka fyrir öðrum af- drifaríkum áhrifum í Parma. Eins og í mörgum öðrum ítölskum borg- um, hafði fólkið ákaflega mikinn áhuga á óperum, og óperugestirnir voru ekki vanir að dylja tilfinn- ingar sínar, ef þeim þótti eitthvað ábótavant við flutning verksins. Slæmur söngvari átti jafnvel á hættu að verða fyrir barsmíð, en snjall söngmaður var á hinn bóginn hafinn upp til skýjanna fyrir afrek sitt. Þar sem Toscanini ólst upp í slíku andrúmslofti og þekkti ekki aðra aðferð til að leiðrétta mistök hljómsveitarmanna, er það ef til vill engin furða þótt hann hafi stundum misst stjórn á skapi sínu ef hann var ekki ánægður með frammistöðu manna sinna. Þegar hann æsti sig upp og bölvaði öllu í sand og ösku — eins og oft kom fyrir — kom hann fram sem sann- ur Parmabúi. Hann lauk náminu í Tónlistar- skólanum átján ára gamall og fékk ágætiseinkunn í öllum námsgrein-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.