Úrval - 01.11.1968, Qupperneq 58

Úrval - 01.11.1968, Qupperneq 58
56 TJRVAL inn hefði verið lagður af velli. Næstu tíu árin var hann á sí- felldum ferðalögum, þar til hann settist að í New York árið 1938. En ítalska þjóðin gleymdi honum ekki. Daginn eftir að Mussolini lét af völdum 1943, voru hengdir upp tveir stórir borðar á framhlið La Scala og var á þá letrað: „Lengi lifi Toscanini“ og „Komdu heim, Toscanini“. Og hann hélt heim. Óperuhúsið, sem skemmzt hafði í loftárásum, var endurbyggt, og vígsluhljóm- leikarnir voru haldnir 11. maí 1946. Toscanini stjórnaði hljómsveitinni, sem lék eingöngu ítölsk lög, og voru fagnaðarlæti áheyrenda gífurleg. Eftir hljómleikana var haldin mik- il veizla fyrir heldra fólkið í Míl- ano. En Toscanini kom ekki til veizlunnar, honum hafði mislíkað eitthvað á hljómleikunum. Hann hélt til gistihúss síns og fór í rúmið. Hann var nú kominn um áttrætt og vissi, að dauðinn var ekki langt undan, en hann langaði að arfleiða heiminn að afrekum sínum á mús- iksviðinu. Hann fór því til Ameríku til þess að láta taka þar upp á hljómplötur þau verk, sem hann áleit þess virði. Meðan á þessu stóð, varð hann í fyrsta skipti á ævinni að hlýða skipunum annarra, því að það voru sérfærðingar hljómplötu- félaganna, sem réðu því, hvernig verkinu skyldi hagað. Og Toscanini var svo hlýðinn og mildur, að það var erfitt að trúa því, að þetta væri meistarinn, sem var frægur um all- an heim fyrir skapofsa. Hann hélt kveðjuhljómleika sína árið 1954, en vann síðan að hljóm- plötuupptökum þar til hann lézt, árið 1957. Þessar hljómplötur eru arfur hans til komandi kynslóða, lifandi eftirmynd af snilligáfu meistarans. Toscanini varð níutíu ára gamall. Margir hafa þegar skrifað ævisögu hans og margir eiga sjálfsagt eftir að gera það. Samt gerðust fáir stór- atburðir í lífi hans, hann varð hvorki fyrir miklum sorgum né vakti mikil hneyksli. Hann giftist bakaradóttur frá Milano og lifði ró- legu hjúskaparlífi. Það, sem gerir líf hans sérstætt er, að hann helgaði músikinni alla krafta sína, reyndi að túlka verk tónskáldanna ná- kvæmlega eins og þau vildu að þau væru túlkuð, reyndi að framleiða tóna, sem tónskáldið hafði heyrt í huga sínum. Þegar vinur Toscaninis var að hrósa honum eitt sinn, svaraði hann: „Nei, ég er ekki snillingur. Eg leik verk eftir aðra menn. Ég hef ekki skapað neitt, ég er bara hljóðfæra- leikari“. Ég hef aldrei verið auðugri en þegar ég fann eitt sinn 5 dollara seðil ungur að árum. Það er i eina skiptið á ævinni, sem ég hef haft nóga peninga til þess að kaupa meira en mig langaði í. Ég býst við, að maður geti ekki orðið ríkari en það. Wálling Keith.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.