Úrval - 01.11.1968, Síða 72

Úrval - 01.11.1968, Síða 72
70 ÚRVAL gamall fræSimaður, var herforingi í sjálfstæðisstríði ísraels árið 1948 og síðan yfirhershöfðingi ísraels ár- ið 1952. Eftir að hann tók aftur að lifa borgaralegu lífi, fékk hann áhuga á Masada. Hann lét hrífast af hinni skil- merkilegu frásögn Josephusar, kleif hinn hrjúfa klett í ísraelsku auðn- inni og hóf fornleifarannsóknir sín- ar. Brátt sannfærðist hann um það, að í fjallinu væru sjaldgæfir fjár- sjóðir, er myndu staðfesta sögu Josephusar. í huga sínum tók hann að skipuleggja leiðangur til að grafa upp rústirnar. Árið 1963 sá Yadin draum sinn rætast eftir margra ára erfiða vinnu. Hann var foringi leiðangurs, sem hebreski háskólinn, ísraelska fornminjafélagið, ísraelska rann- sóknafélagið, einkaaðilar og hópar, svo og Lundúnablaðið Observer, gerðu út. Sem slíkur hóf hann nú mjög erfiða vinnu, sem stóð í ell- efu mánuði. Fyrir honum lá að af- hjúpa 97% af byggingum Masada, rannsaka nákvæmlega 50.000 kúb- ikmetra af mold og leysa af hendi það, sem venjulega hefði tekið 12 ára fornleifarannsóknir. Að lokum yrði helgisagan um Masada og hinn hugrakka hóp, sem heldur vildi dauðann en þrælkunarvinnu, verða lýðum ljós. Verkfræðingasveitir ísraelshers aðstoðuðu Yadin við að sigrast á klettinum. fsraelski flugherinn ljós- myndaði og kortlagði hvern þum- lung virkisins. Verkfræðingarnir sprengdu veg í gegnum eyðimörk Júdeu, lögðu vatnsleiðslur, og reistu búðir ná- lægt þeim stað þar sem rómverski hershöfðinginn Silva hafði reist sín- ar herbúðir fyrir hér um bil 1900 árum. Verkamenn hangandi í kað- alrólum meitluðu tvo uppgöngu- stiga í klettavegginn og settu upp dráttarvagna til þess að draga þyngstu byrðarnar upp á tind Ma- sada. Yadin vantaði ennþá vinnukraft og auglýsti því í Observer og ísra- elsku dagblöðunum eftir sjálfboða- liðum. Hann lagði áherzlu á, að þarna væru miklir hitar, aðbúnað- ur slæmur, og að allir sjálfboðalið- arnir yrðu að greiða sjálfir far- gjöldin til og frá Masada. Hann varð því mjög undrandi er þúsund- ir svarbréfa bárust frá ungum sem öldnum, ríkum sem fátækum, Gyð- ingum og öðrum alls staðar að úr heiminum. Allt í allt voru sjálfboðaliðarnir 5000 frá 28 löndum, þar á meðal 600 Bretar. Yadin skipulagði verk- ið í tveggja vikna vöktum. Vinnan átti að standa frá október 1963 fram í maí 1964 og aftur frá nóvember 1964 fram í apríl 1965. Dagurinn hófst með því, að menn voru vaktir kl. 4.45 og klukkutíma síðar voru sjálfboðaliðarnir farnir að klifra upp kletttinn til að hefja erfiðisvinnu sína við að velta þungu grjóti og grafa. Skyndilegir eyði- merkurstormar töfðu vinnuna, rifu tjöldin í tætlur og æddu yfir búð- irnar. Það kom fyrir, að varpa varð matarbirgðum úr þyrlum niður til fólksins. Erfiðasta vandamálið var líklega hin miklu veðrabrigði eyði- merkurloftslagsins. „Okkur var brennandi heitt á daginn og ískalt
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.