Úrval - 01.11.1968, Side 76

Úrval - 01.11.1968, Side 76
74 TJRVAL ur var með þrautum eftir uppskurð. Barnshafandi kona hafði fengið blæðingar. Þannig mátti lengi telja. Hundrað og fimmtíu læknar starfa við neyðarhjálpina, og skipta með sér vöktum. Sjötíu af hundraði eru sjúkrahúslæknar, en það er skilyrði, að þeir hafi starfað þann- ig í þrjú ár, áður en þeir fara í þetta. Lækninum er borgar fyrir hverja einstaka vitjun, oftast sextíu sænsk- ar krónur fyrir hverja, og af því borgar sjúkrasamlag þrjá fjórðu. Hinu er sjúklingnum gerður reikn- ingur fyrir, og er tilgangurinn sá að halda aftur af mönnum um óþarfa kvabb, sem gæti orðið lækn- inum mikill erfiðisauki, ekki hvað sízt í stórborgum, þar sem menn hafa lítið aðhald af almennings- áliti. I Kaupmannahöfn var ég einnig heila nótt með lækni í ferðum, og þá fékk ég líka reynslu af því hvernig „nauðsyn" sumra hjálpar- beiðna er varið í samanburði við aðrar. Um kvöldið höfðum við feng- ið hvert kallið eftir annað, en um tíuleytið þagnaði hátalarinn og komu nú engin kölþ Læknirinn varpaði öndinni léttara, hallaði sér aftur á bak og mælti: „Þessa stund nota ég venjulega til þess að fá mér dálítinn blund“. Ég leit á hann spyrjandi, en hann hló við. „Nú er að byrja sú sjónvarpsút- sending sem fæstir vilja vera án í allri Danmörku, og hún stendur til ellefu“, sagði hann. „Við þurfum ekki annað en að líta á sjónvarpsdagskrána til þess að vita hvenær hinar svokölluðu neyðarbeiðnir hætta að berast, því að engum dettur í hug að fara að biðja um lækni, meðan á skemmti- legum sjónvarpsþætti stendur. Öðru máli er að gegna um raunveruleg neyðarköll. Ef kall kemur á milli tíu og ellefu, þá má reiða sig á að það er af fullri nauðsyn.“ En það kom engin beiðni þennan tíma. Það fór eins og læknirinn hafði sagt, — nokkrum mínútum yfir ellefu var símaþögninni lokið. Mér varð það nú ljóst að Dr. Back- er, yfirmaður neyðarhjálparinnar, hefði haft rétt að mæla um það, að helmingur neyðarbeiðnanna, í Kaupmannahöfn jafnt sem annars- staðar, kæmu alls ekki af brýnni nauðsyn. Reyndar er neyðarhjálpin í Kaupmannahöfn engan veginn miðuð við það eitt að veita hjálp í bráðum háska. Hún á líka að létta á hinum vinnulúnu læknum utan vinnutíma þeirra, og það þykir ekki nema rétt og eðlilegt að sjúklingar snúi sér þangað með eitt og annað sem á bjátar. Síðan 1966 hafa þeir í Kaup- mannahöfn komið á skipulagi neyð- arhjálpar eftir sænskri fyrirmynd, og hafa bifreiðir með sendi- og mót- tökusíma í ferðum um hvern borg- arhluta. En þó að starfstíminn hjá neyðarhjálpinni sé í Kaupmanna- höfn aðeins frá klukkan fjögur síð- degis til klukkan sjö að morgni, er álagið býsna mikið. 350 læknar starfa á vegum hennar, og síðast- liðið ár höfðu þeir yfir 118 þúsund vitjanir, en það er helmingi meira en í Stokkhólmi sama ár. Það er eins í Kaupmannahöfn og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.