Úrval - 01.11.1968, Síða 89
RISADÝR FRÁ MIÐÖLD JARÐAR
87
hvössum beingöddum; annars var
húðin með dreifðum beinplötum,
göddum og broddum. Kampeðlan
hefur verið grasæta, það sýna tenn-
urnar; þær eru 92 að tölu og smáar
og virðast hafa verið til mikils
gagns í viðskiptum við óvinadýr.
Árið 1887 fundust í Colorado tvö
steingerð horn, og héldu menn í
fyrstu, að þau væru af spendýri,
t.d. af útdauðri vísundar-tegund.
Tveim árum síðar fannst heil haus-
kúpa með áföstum, samkynja horn-
um. Kom þá í ljós að hér var um
skriðdýr að ræða. Fram að þeim
tíma höfðu engin hyrnd skriðdýr
fundizt. Síðan hafa fundizt margar
beinagrindur þessa dýrs, sem nefnt
hefur verið nashyrningseðla, eða á
vísindamáli Triceratops. Þessi eðla
hefur haft 3 horn, tvö ofan við
augun og hið þriðja á nefinu. En
til hafa verið ýmis afbrigði af nas-
hyrningseðlunni. Sennilega hefur
verið hér um sérstaka ættkvísl að
ræða, og til hennar talizt nokkrar
sjálfstæðar tegundir. Árið 1914
fundust í Alberta-riki í Kanada
beinagrindur af slíkum eðlum, og
höfðu þær haft aðeins eitt horn á
hausnum, nánar tiltekið á nefinu.
Tennur dýrsins sýndu, að það hef-
ur verið jurtaæta, og ennfremur, að
það hefur ekki malað fæðuna á milli
tannanna, heldur gleypt hana sund-
urhlutaða. Þessi tegund hefur verið
uppi síðast á Krítartímanum. Allar
nashyrningseðlur voru þannig skap-
aðar, að út úr höfðinu að aftan var
vaxinn heljarmikill beinkragi, er
lagðist eins og felling niður um
hnakka og háls dýrsins. Vegna þessa
sköpulags sýndist höfuðið vera
lengra en það var í raun og veru.
Ein tegund eðlanna hefur haft 6
horn á hausnum og hafá þau vaxið
í hálfhring upp í gegnum afturrönd
beinkragans. Dýr þessi hafa því ver-
ið heldur ófrýnileg ásýndum. Lik-
amslengd þeirra var 8—9 metrar,
og ætlað er að hauskúpan ein út
af fyrir sig hafi vegið tvær smá-
lestir.
Og enn kom ein tegund af nas-
hyrningseðlum fram í dagsljósið
austur í Mongólíu. Var hún frá
Krítartímanum. Þetta gerðist á ár-
unum 1922—1930, en þá lét Náttúru-
gripasafn New York-borgar gera út
mikinn leiðangur í austurveg. Þessi
rannsóknarför gaf ágæta eftirtekju.
Þá fyrst tókst mönnum að finna
trölleðluegg, ekki bara eitt egg,
heldur fundust heil hreiður, og voru
beinagrindur af fóstri í sumum
eggjunum og sömuleiðis af uhgum,
nýskriðnum úr egginu. í námunda
voru svo beinagrindur fullorðinna
dýra. Umrædd tegund er talin til
nashyrningseðlanna, en er þó horna-
laus. Ætlað er, að hún sé formóðir
hornóttu tegundanna. Vísindaheitið
Protoceratops, sem hún hefur hlot-
ið og þýðir frumhyrningur, á þó
ekki vel við. En hvað er það meira
en að telja nauðkollóttar sauðkind-
ur til slíðurhyrninga? Egg frum-
hyrningsins reyndust vera 15 cm
löng. Hafði þeim verið orpið í með-
algrófan sand, og raðað í hvirfingu.
Síðan hefur sólarhitinn verið látinn
sjá um útungunina. Samtímis frum-
hyrningnum hefur lifað á þessum
slóðum tvífætt eðla :eggjarœninginn.
Fundu leiðangursmenn beinagrind
af eðlunni yfir hreiðri frumhyrn-