Úrval - 01.11.1968, Side 108

Úrval - 01.11.1968, Side 108
106 ÚRVAL lyfjakaupmaður frá Vesturströnd- inni. „Ég vil kaupa vöruna í stórum stíl, og mér var sagt, að þú gætir hjálpað mér,“ sagði hann við Si- cardo. Telano skýrði honum frá því, að hann væri skrambi „heitur“ sem stæði, og því hefði hann haldið til Austurríkjanna, þar sem hann ætl- aði að dveljast um hríð. Hann hafði ferðast norður með Austurströndinni í leit að góðum tengiliðum. Einn maður hafði sent hann á fund ann- ars og svo koll af kolli. Og hann runddi úr sér nokkrum nöfnum. Og svo hafði nafn Sicardos verið nefnt. Framkvæmdastjóri klúbbsins virti Telano vandlega fyrir sér, Telano virtist sannarlega stunda einhverja ólöglega iðju eftir útliti og orðum sínum að dæma. En hann ljóstraði ekki miklu upp um eigin persónu, aðeins nægilegu til þess að sýna, hver hann væri. Hann var 5 fet og 9 þumlungar á hæð, yfir 180 pund, með sterklega kjálka og grófgert, svart hár. Hann var aug- sýnilega í dýrum fötum, þótt hann væri mjög hirðuleysislegur í útliti. Úr skrifstofuglugga sínum tók Sicardo eftir því, að Telano hafði komið akandi í nýjum Eldorado- blæjubíl, sem hlaut að hafa kostað a.m.k. 8500 dollara. Og aðstoðar- maður hans beið eftir honum við stýrið. Það var mesti glæsibragur á þessu öllu saman. Þetta lyktaði blátt áfram af peningum. „Hvern þekkirðu í Philadelphiu?" spurði Sicardo. „Engan,“ svaraði Telano, „ég var að koma í bæinn í gær.“ „Hvar býrðu?“ Telano nefndi eitt af stóru gisti- húsunum í miðborginni. „Jæja, það gæti svo sem verið, að ég gæti hjálpað þér eitthvað,“ sagði framkvæmdastj órinn varfærnislega. „En þá verðurðu líka að segja mér, hve mikið þú þarft að fá.“ „Hvað mikið geturðu náð í? Ég vil bara hreina og ómengaða vöru, beint af skipsfjöl. Ég skal borga vel, en ég vil ekki neitt rusl. Skilurðu það?“ „Jamm,“ svaraði Sicardo. „Ég hef ekki sagt, að ég geti útvegað þér þetta, en ég get svo sem litið dálítið í kringum mig.“ Þegar Telano hélt burt, greip Sicardo símann í hvelli. Nöfn nokkurra manna, sem kynni að borga sig að hringja í, komu leift- ursnjallt upp í huga hans. Kaup- andi, sem þekkti engan í Phila- delphiu og var ólmur í að kaupa mikið magn af fyrsta flokks heroini, var alveg stórkostlegt tækifæri. En auðvitað yrði hann að njósna dá- lítið um þennan náunga fyrst, at- huga, hvort allt væri í lagi með hann. Jimmy Sicardo byrjaði að velja númerið, og hann hugsaði sem svo, að þetta gæti orðið gullið tæki- færi, hreinasta gullnáma. Telano hugsaði á sömu leið, er hann steig upp í kádiljákinn. Bíl- stjórinn ók af stað með miklum glæsibrag og stefndi í áttina til að- alverzlunarhverfis Philapelphiu. „Jæja, hvernig gekk það?“ spurði hann. „Eins og í sögu,“ svaraði Telano. „Hann er gráðugur, og mér finnst
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.