Úrval - 01.11.1968, Page 122

Úrval - 01.11.1968, Page 122
120 ÚRVAL Þeir Telano og Bromley höíðu búið sig vel og vandlega undir það að verða að beita valdi. Þar var um geysilegan liðsmun að ræða. Jafn- vel sumir eiturlyfjasalar, sem ekki hafa verið áltnir mjög hættulegir, hafa orðið alveg bandóðir, þegar þeir horfðust í augu við handtöku, og hafa þeir þá oft reynt að ryðja sér braut til frelsisins með hjálp byssunnar. Þar að auki er hættu- legasta augnablikið, hvað eiturlyfja- viðskipti snertir, jafnan það augna- blik, er afhendingin fer fram. Selj- andinn ákveður kannske að halda heroininu, en afhenda það. ekki, og stela greiðslunni. Kaupandinn reyn- ir kannske að klófesta heroinið án þess að afhenda greiðslu. Þetta er auðvitað ein af ástæðunum fyrir því, að eiturlyfjasalarnir afhenda ætíð vöru sína undir nægilegri „vernd“. Og Telano var nú hrædd- ur um, að menn þeir, sem voru þarna Sicardo til verndar, héldu kannske, að lögreglumennirnir til- heyrðu öðrum eiturlyfjahring, og byrjuðu að skjóta á þá, áður en lög- reglumönnunum tækist að sannfæra þá um, að þeir tilheyrðu lögregl- unni. Bromley hafði því komið 8 fylk- islögregluþjónum fyrir við sinn hvorn enda gistihússins og hinum megin vegarins. Þeir voru allir vopnaðir rifflum. Telano hafði stað- sett tvo vopnaða starfsfélaga í smá- hýsunum sitt hvorum megin við smáhýsi það, sem þeir Gold höfðust við í. Og í hjólhýsinu hafði verið komið fyrir vélbyssu með .45 hlaup- vídd. Hlaup hennar var á bak við gluggatjald, og var því miðað beint út í garðinn fyrir utan gistihúsið. Það var orðið aldimmt klukkan hálf tíu. Það var skýjað og kalt. Leynilögreglumennirnir, sem hafa áttu auga með ferðum Sicardos, skýrðu frá því, að hann væri ekki enn lagður af stað heiman frá sér. Þá ákvað Telano að ráða tafarlaust niðurlögum náunganna í Buicknum, en þar virtist vera um verndarbíl að ræða. Bromley samþykkti þessa uppástungu. Bromley læddist mjúklega frá hjólhýsinu í áttina til kyrrstæða Buicksins, og á hæla honum fylgdu þrír leynilögreglumenn. Hann hnipraði sig saman og bar skamm- byssu með .45 hlaupvídd í hægri hendi. Hann stanzaði við bílinn þeim megin sem ökumaðurinn sat. Hann hafði nú hniprað sig svo mikið sam- an, að höfuð hans nam næstum við hnén. Það heyrðist ekkert hljóð úr bílnum. Síðan ýtti hann hægt á hurðarhnappinn, tilbúinn að kasta sér til hliðar, ef annar hvor inni í bílnum byrjaði að skjóta. Hurðin var ekki læst. Um leið og það kvikn- aði á ljósinu inni í bílnum, ýtti hann byssunni beint í andlitið á ökumanninum og hrópaði: „Hend- urnar upp fyrir höfuð. Fljótir.“ Viðbragð ökumannsins var svo snöggt, að hlaup skammbyssunnar lenti inn í munn hans, og hann skall utan í félaga sinn. Þeir voru sem iamaðir af ótta. Maðurinn, sem hafði fengið byssuhlaupið upp í sig, tók andköf, og hinn hrópað'i: „Skjóttu ekki! í guðanna bænum skjóttu ekki!“ Þeir klöngruðust út úr bílnum með hendurnar uppi yfir höfði sér
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.