Úrval - 01.11.1968, Side 126

Úrval - 01.11.1968, Side 126
124 ÚRVAL þuð í stöðina, að Golino skyldi hand- tekinn og lögreglumennirnir í New York skyldu fara á stúfana, að hann tók loks að skilja samhengi hlut- anna. Hann fór að bölva í sand og ösku, öskraði og hrópaði, en hann veitti ekki neina líkamlega mót- spyrnu. Reiði hans var algerlega persónuleg. Það var sök sér að vera blekktur af bófa. En atvinnustolt Sicardos hafði verið sært holundar- sári. Það var niðurlægjandi að láta blekkjast svona algerlega af eitur- lyfjasnuðrara. Innan klukkustundar var Golino handtekinn heima hjá sér, og þeir Sicardo voru báðir ákærðir í ríkis- dómshúsinu í Philadelphia snemma um morguninn. John Sudora, mað- urinn, sem hafði fyrst selt Telano heroin, var einnig handtekinn. En Telano beið ekki eftir form- legum ákærum. A sama augnabliki og hann frétti um handtöku Golino, ók hann af stað á ofsahraða til íbúð- ar Merlotti í New Yorkborg. Þessi íbúð var álitin vera miðstöð starf- semi eiturlyfjahringsins í New York og því var búizt við því, að þar fyndust einu sannanir, sem Eitur- lyfjastofnunin gæti gert sér vonir um að finna um uppruna heroins- ins, þ.e. hvaðan það væri keypt. Samkvæmt upplýsingum, sem þor- izt höfðu í gegnum talstöðvarnar, var Merlotti ekki enn kominn heim. Hann virtist hafa farið út að skemmta sér, og Telano vonaðist nú til, að hann kæmist nógu snemma til New York til þess að verða viðstaddur handtöku hans. I NÚMER FYRIR FRANCOIS. Klukkan 4.40 að morgni nálgaðist Frank Merlotti bakdymar að bygg- ingu þeirri, sem íbúð hans var í. Hann smeygði lyklinum í skrána. A því augnabliki kom leynilögreglu- maðurinn Danny Monahan reikandi út úr anddyri byggingar hinum megin við götuna. Hann þóttist vera drukkinn. Hann kjökraði í áttina til Merlotti og hrópaði: „Hæ, ég gleymdi lyklinum mínum, og ég er læstur úti. Hleyptu mér nú inn.“ Merlotti varð við beiðni hans og opnaði hurðina fyrir hann og hleypti honum inn. Monahan staulaðist að honum og kom honum þannig al- gerlega á óvart. „Þú ert handtek- inn,“ sagði hann. Og þá tók Mer- lotti eftir byssuhlaupinu í hendi leynilögreglumannsins. Glæpamaðurinn mótmælti kröft- uglega og hélt því áfram, meðan Monahan þrammaði með hann fyrir hornið á byggingunni og að fram- dyrunum, þar sem þrír aðrir leyni- lögreglumenn umkringdu þá á svip- stundu. Merlotti var sýnd húsrann- sóknarheimild og leynilögreglu- mennirnir fóru með hann upp í lyftunni. Við dyrnar á íbúð nr. 7-K datt Monahan allt í einu í hug að spyrja Merlotti þessarar spurning- ar: „Er nokkur í íbúðinni?“ „Ég veit það ekki. Ég hef verið úti alla nóttina.“ Kannske vissi hann það ekki, en í öðru rúminu í gestaherberginu vaknaði mjög undrandi maður. Hann sagðist heita Joe Biani. „Þú ert hér með handtekinn,“ sagði Mort Pelas leynilögreglumað- ur. „Ákæran er samsæri um sölu eiturlyfja."
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.