Úrval - 01.11.1968, Qupperneq 126
124
ÚRVAL
þuð í stöðina, að Golino skyldi hand-
tekinn og lögreglumennirnir í New
York skyldu fara á stúfana, að hann
tók loks að skilja samhengi hlut-
anna. Hann fór að bölva í sand og
ösku, öskraði og hrópaði, en hann
veitti ekki neina líkamlega mót-
spyrnu. Reiði hans var algerlega
persónuleg. Það var sök sér að vera
blekktur af bófa. En atvinnustolt
Sicardos hafði verið sært holundar-
sári. Það var niðurlægjandi að láta
blekkjast svona algerlega af eitur-
lyfjasnuðrara.
Innan klukkustundar var Golino
handtekinn heima hjá sér, og þeir
Sicardo voru báðir ákærðir í ríkis-
dómshúsinu í Philadelphia snemma
um morguninn. John Sudora, mað-
urinn, sem hafði fyrst selt Telano
heroin, var einnig handtekinn.
En Telano beið ekki eftir form-
legum ákærum. A sama augnabliki
og hann frétti um handtöku Golino,
ók hann af stað á ofsahraða til íbúð-
ar Merlotti í New Yorkborg. Þessi
íbúð var álitin vera miðstöð starf-
semi eiturlyfjahringsins í New York
og því var búizt við því, að þar
fyndust einu sannanir, sem Eitur-
lyfjastofnunin gæti gert sér vonir
um að finna um uppruna heroins-
ins, þ.e. hvaðan það væri keypt.
Samkvæmt upplýsingum, sem þor-
izt höfðu í gegnum talstöðvarnar,
var Merlotti ekki enn kominn heim.
Hann virtist hafa farið út að
skemmta sér, og Telano vonaðist
nú til, að hann kæmist nógu
snemma til New York til þess að
verða viðstaddur handtöku hans.
I
NÚMER FYRIR FRANCOIS.
Klukkan 4.40 að morgni nálgaðist
Frank Merlotti bakdymar að bygg-
ingu þeirri, sem íbúð hans var í.
Hann smeygði lyklinum í skrána.
A því augnabliki kom leynilögreglu-
maðurinn Danny Monahan reikandi
út úr anddyri byggingar hinum
megin við götuna. Hann þóttist vera
drukkinn. Hann kjökraði í áttina
til Merlotti og hrópaði: „Hæ, ég
gleymdi lyklinum mínum, og ég er
læstur úti. Hleyptu mér nú inn.“
Merlotti varð við beiðni hans og
opnaði hurðina fyrir hann og hleypti
honum inn. Monahan staulaðist að
honum og kom honum þannig al-
gerlega á óvart. „Þú ert handtek-
inn,“ sagði hann. Og þá tók Mer-
lotti eftir byssuhlaupinu í hendi
leynilögreglumannsins.
Glæpamaðurinn mótmælti kröft-
uglega og hélt því áfram, meðan
Monahan þrammaði með hann fyrir
hornið á byggingunni og að fram-
dyrunum, þar sem þrír aðrir leyni-
lögreglumenn umkringdu þá á svip-
stundu. Merlotti var sýnd húsrann-
sóknarheimild og leynilögreglu-
mennirnir fóru með hann upp í
lyftunni. Við dyrnar á íbúð nr. 7-K
datt Monahan allt í einu í hug að
spyrja Merlotti þessarar spurning-
ar: „Er nokkur í íbúðinni?“
„Ég veit það ekki. Ég hef verið
úti alla nóttina.“
Kannske vissi hann það ekki, en
í öðru rúminu í gestaherberginu
vaknaði mjög undrandi maður.
Hann sagðist heita Joe Biani.
„Þú ert hér með handtekinn,“
sagði Mort Pelas leynilögreglumað-
ur. „Ákæran er samsæri um sölu
eiturlyfja."