Úrval - 01.07.1972, Side 24
22
ÚRVAL
landamæri Sýrlands.
Hann hafði einnig verið kamel-
hirðingi, verið við hirð og opinber
kallari. Nú var hann atvinnulaus og
hafði áhuga á peningum, og þess
vegna var hann einmitt okkar maður.
MÚTUR.
Eftir þriggja og hálfrar stundar
órólegt flug var gamla DC 4 flugvélin
frá flugfélaginu KOM við enda brautar
mitt i eyðimörkinni við Persaflóa. Föl
og flugveik stigum við Anouk úr
vélinni og eltum Mourad til flughafn-
arbyggingarinnar I Whatika. Þar
beið hávaxinn, rauðklæddur Arabi
eftir okkur. Með honum voru tveir
lögregluþjónar. Farþegarnir opnuðu
töskur sinar, og hann rótaði i þeim.
Mourad stóð næst fyrir framan okkur i
þrönginni. Þegar að honum kom,
stakk hann hendinni i vasann og rétti
mahninum eldsnöggt nokkra dinara.
Þetta gerðist á minna en sekúndu og
svo gengum við öll þrjú gegnum
tolleftirlitið, án þess að nokkur skipti
sér af okkur. Er við skömmu seinna
sátum i lejgubifreið, sem var frá
árunum fyrir strið, sagði Mourad
okkur meira um tollvörðinn.
„Emirinn borgar honum aðeins
táknræn laun, sem hann getur hvorki
lifað né dáið af, og enn fremur þarf
vesalings tollvörðurinn að greiða
mikinn „skatt” fyrir að halda
stöðunni. Hefði hann ekki aukatekjur,
gæti hann allt eins gefizt upp. Þess
vegna er sjálfsagt að rétta að honum
smáþóknun i matarpeninga, þegar
menn fara gegnum tollinn,” segir
Mourad með rödd, sem tjáði okkur að
við værum viðvaningar, fyrst vvið
gátum verið undrandi á þessum smá-
viðskiptum, sem við höfðum orðið
vitni af i tollinum.
Siðan dóu samræður út.
Leigubillinn skrölti yfir eyðimörkina,
og brátt sá ég, að Anouk svaf. Svo
lokaði ég augunum sjálfur.
Við vöknuðúm fyrst, þegar Mourad
kallaði til okkar. Það var dimmt, en
sjá mátti marmarahöll framundan.
Þetta var einkamoska valdhafans.
Aður en okkur hafði gefizt raun-
verulegt tóm til að skoða þessa stór-
byggingu, fóru þjónarnir aö hlaupa
kringum bilinn. Hurðin var rifin upp á
gátt, og minnstu munaði, að við
værum dregin út úr bilnum. Með bukti
og beygingum fylgdu þeir okkur upp
að höllinni.
Nóttin var kyrrlát. Ég sat I
kamelstólnum og horfði tilgangslaust
út um gluggann. Ekkert var að sjá.
Ekkert ljós barst út um litlu gluggana,
og myrkrið var svo þétt, aö ég gat ekki
séö nálægar byggingar, ef þær voru
nokkrar. Ég reykti margar sigarettur
og hugsaði og braut heilann, án þess
eiginlega að komast að nokkurri
niðurstöðu. Það var alltaf sama
spurningin, sem kom aftur og aftur.
„Hverthafði Mourad horfið, jafnskjótt
og við komum til hallarinnar? Hvað
mundi verða um Anouk? Hvað hafði
furstinn i hyggju um okkur?
Svertingi hafði komið inn i her-
bergið, án þess aö ég hefði veitt þvi
athygli I heilabrotum minum. Ég
hrökk við, er hann stóð allt i einu fyrir
framan mig og fékk mig til að skilja
með skipandi bendingu, að ég ætti að
koma með sér. Aftur lá leiðin gegnum
völundarhúsið, og um siðir stóðum við
frammi fyrir gullskreyttum dyrum.
Loks var komið að þvi, að ég skyldi
hitta oliufurstann.
FURSTINN.
Þegar dyrnar opnuðust, sá ég
nokkuð, sem liktist miklu fremur
ófreskju en fursta. Hann flaut nánast i