Úrval - 01.07.1972, Page 32
30
ÚRVAL
Plast tennur
skjóta rótum
Bylting i tannlækningum?
á, einn sem reynt hefur,
hvernig það er að missa
eina fullorðins tönnina,
veit, hversu dýrt og
óþægilegt það er, að fá
gervitönn i staðinn. Og
hvort sem tönninni er komið fyrir með
lausum gervigómi eða með brú, þá má
oftast nær sjá skiptin, sem sjaldnast er
til prýði. — i þokkabót getur það svo
hent sig, að gervitönnin losni.
En nú hyllir undir betri lausn. Tann-
læknar hafa náð ágætis árangri við til-
raunir með eftirlikingar af raunveru-
legum tönnum, sem lokka likamann til
þess að festa tönnina. Nefnilega með
þvi að það vex nýr bein- og tannholds-
vefur. — Og þar með hverfur þörfin
fyrir brú eða lausan gervigóm.
Endurnýjun vefsins var nokkuð, sem
kom verulega flatt upp á tannsérfræð-
inga. Kjálkabeinið hefur tilhneigingu
til þess að rýrna, ef tönn er dregin úr,
og einnig ef gómarnir sýkjast. Þar til
fyrir skömmu gerðu tannlæknar ráð
fyrir, að þessi „glataði” hluti beinsins
yrði aldrei endurbættur. En nú er
helzt að sjá, að „tanneftirliking” —
þver öfugt við áhrifin af brú eða gervi-
góm — leiði af sér endurnýjun beins-
ins.
Varatönnin sett f efri góminn, eftir að
búið er að draga hina skemmdu tönn
úr.
Tveimur árum síðar kom i ljós, að
heilbrigt hold hafði lagzt um gervi-
tönnina, þar sem örin sýnir.
ÚrPM