Úrval - 01.07.1972, Qupperneq 34
32
ÚRVAL
viö Tuft-háskóla. Sá hefur einnig gert
tilraunir meö svona stakar gervi-
tennur, en einvörðungu á öpum.
Hodosh hefur hinsvegar einbeitt sér að
þvi aö fá tannholdið tfí þess að vaxa
umhverfis gervitönninaog jafnvel inn i
hana. Ennfremur hefur hann þó unnið
að þvi að hraða endurnýjun kjálka-
beinsins.
Út frá rannsóknum sinum vonast
þessir tveir visindamenn til þess að
finna skýringuna á þvi, hvers vegna
mannslikaminn er svona móttæki-
legur fyrir tönn úr acrylic.
Og eftir að hafa fengið beinvefinn til
þess að vaxa lárétt i gegnum borholur
á ,,rótar”-enda plasttannarinnar, eða i
gegnum örfá göng, sem gerð voru með
efnafræðilegum aðferðum, þá er það
ætlun Hodosh og Ashman að reyna til
þess að láta beinvefinn vaxa lóðrétt.
Ef sú tilraun heppnast, yrði það
hjálp sjúklingum, sem þjást af sjúk-
dómum i kjálkanum — sem veikja
beinvefinn, en i honum sitja tennurnar
fastar.
Enn sem komið er vinna Ashman og
Hodosh að mestu við tilraunir sinar á
tilraunadýrum. En hugsanlega gæti
árangurinn af þeim leitt af sér i fram-
tiöinni, að gull og silfur tannlækna,
brýr og lausir gómar, yrðu sett á forn-
gripasafn likt og hestaaktygi, sem
gamaldags úrelt aót.
Eftir að afsteypa af skemmdu tönninni
(til vinstri) hefur verið gerð f'plasti (i
miðið), eru göt boruð þvert gegnum
rótina (til hægri).
Gervitönnin er „bundin við” eðlilega
tönn næst henni, og acrylic lakk borið
á þráðinn.
Ég er aðstoðarstúlka á læknisstofu og spyr alla nýja sjúklinga vissra
spurninga. Eitt sinn var ég að fylla út sjúkraspjald 98 ára gamals manns,
og ég spurði hann, hvort hann nyti nokkurrar læknismeðhöndlunar á einh;
verju sviði. ,,Já,” svaraði hann stoltur, ,,ég tek vitamin.”