Úrval - 01.07.1972, Side 44
42
ÚRVAL
sex skammtar af vatni og tvær dósir af
nióursoðinni mjólk. Ættu þau að snúa
aftur til Kúbu, lenda þar -íð næturlagi,
reyna að finna vatn og leggja svo af
staö aftur? Ættu þau að hætta á, að
þau næðust og yröu svo sett I fangelsi?
Hann ákvað að reyna slikt ekki.
Veneranda, eiginkona hans, sem hélt á
ungbarni þeirra i fangi sér, las þessa
ákvörðun I augum hans. „Takið þiö
karlmennirnir árarnar,” sagöi hún.
„Viö skulum koma okkur af staö.”
1 byrjun kúbönsku byltingarinnar
haföi Antonio vonaö, að valdataka
Castros hefði i för með sér lýðræði
fyrir eyjarskeggja. En þegar komiö
var fram á árið 1960, vissi hann, að það
hafði bara verið skipt um haröstjóra á
Kúbu. Hann flæktist i samsæri um að
steypa stjórninni af stóli. Hann náðist
meö sprengiefni i fórum sinum og var
dæmdur i 30 ára fangelsi. Tvær flótta-
tilraunir kostuðu hann nokkurra
mánaöa dvöl i einangrúnarklefa. Að
þeim tima loknum ákvað hann að
gerast fyrirmyndarfangi I þeirri von,
að dómur hans yrði mildaður. 1
desember árið 1969 var hann svo náð-
aöur eftir aö hafa dvalið 9 ár I fangelsi.
Þegar honum var sleppt lausum, var
honum skipaö aö taka til starfa sem
vörubilstjóri hjá rikisstofnun, sem
haföi fyrrverandi fanga I þjónustu
sinni, og var haft nákvæmt eftirlit með
allri hegðun þeirra og liferni. Hann
bjó i vinnuskálum með öðrum náð-
uðum föngum, og eftir að hafa unnið I
25 daga samfleytt, var honum leyft að
heimsækja fjölskyldu sina og dvelja
hjá henni i dimm daga.
„Viö getum ekki haldið áfram að lifa
á þennan hátt undir stöðugu eftirliti,”
sagöi hann viö Veneröndu. „Við
eigum enga framtið hérna. Við
verðum aö fara burt Trá Kúbu.”
Veneranda var á sama máli.
Sem fyrrverandi pólitiskur fangi
þýddi Antonio ekki að sækja um leyfi
til þess að slást I hóp flóttamanna, sem
streyma burt frá Kúbu yfir til Miami I
Floridafylki með flugvélum á hverjum
degi. Þvi var ekki um annan mögu-
leika að ræöa en að laumast burt á
ólöglegan hátt og freista þess að sigla
yfir Floridasund. Antonio tók að Ihuga
þetta vandamál. Hann ákvað að gera
ekki tilraun til þess að stela bát né
reyna aö smiða einhvers konar fleytu.
Þá átti hann á hættu að verða hand-
tekinn, jafnvel áður en hann kæmist á
flot. Hann varð að finna einhverja
aðra leið.
Stal hjólbarðaslöngum.
í april árið 19711 haföi Antonio lagt
vörubilnum, sem hann ók, i bifreiða-
geymslu stofnunarinnar dag einn og
rak þá augun I stóra hjólbarðaslöngu,
semláþarágólfinu. Þarnavar svarið
komiö, fleki búinn til úr hjólbarða-
slöngum, sem voru bundnar saman, og
siðan geysistór poki utan um allt
saman, saumaður úr strigapokum.
Helzti kostur sliks fleka var sá, að það
var hægt að hleypa loftinu úr slöng-
unum og brjóta þær saman og fela þær
á litlum geymslustað.
A næstu mánuðum tókst Antonio að
stela sex notuðum hjólbarðaslöngum
úr bifreiðageymslunni. Tvær af þeim
voru I fremur góðu ásigkomulagi, en
hinar varð að lima. Svo rakst hann á
fjóra planka úr harðviði, og úr þeim
smiðaði hann flatar árar með sykur-
reyrssveðju. Á meðan safnaði konan
hans saman matarbirgðum og striga-
pokum.
Þ. 17. ágúst settu þau Antonio og
Veneranda saman flekann, en synir
þeirra tveir fylgdust með. Tony var 11
ára, en Carlitos var aðeins 10 mánaða.