Úrval - 01.07.1972, Page 51
ÞEGAR LYN DO
49
svörtu hárinu. Ég fór á fætur i dögun
og teygði hendurnar mót sólinni, sem
var aö koma upp. Og ég lét barnið mitt
ganga nakiö I hlýjum yi hennar.
Sjúkdómurinn var greindur sem
„osteogenic sarcoma”, og það merkti
aö Lyn gengi með sérstaklega
illkynjaöa og þráláta tegund af
krabbameÍBÍ, sem getur breiðzt ört út
frá beinum til lungna á banvænan hátt.
Finnist sjúkdómur þessi fljótt, mæla
sérfræðingar venjulega með þvi, að
fóturinn sé tafarlaust tekinn af. En
sjáist sár i lungum á röntgen-
myndunum, er venjulega orðið of
seint aö gera neitt, sem hefur
varanlegan báta f för með sér.
Dr. Holton reyndi ekki að fá Lyn til
þess að samþykkja að fóturinn yrði
tekinn. Hún hafði augsýnilega gengið
með krabbameinið i talsvert langan
tima, og þaö var engin vissa fyrir þvi,
að það yrði komizt fyrir það með þvi
að taka fótinn. Þess i stað var reynd
gagnger röntgenmeðhöndlum á
fætinum og sprautur með andkrabba-
meinslyfjum. Hún var nú neydd til
þess aðnota hækjur æ meira. Kannske
hefur kviði hennar haft þau áhrif, að
viðbrögð hennar gegn lyfjunum uröu
of áköf. Lyfin höfðu þau áhrif á hana,
að hún kastaði upp tlmunum saman,
missti alla matarlyst, varð örmagna
af þreytu og fékk tið svimaköst.
t fyrstu reyndi ég alitaf að haldá
hughreystandi hugsunum i huga mér.
En smám saman gerði ég mér grein
fyrir þvi, hversu alvarlegt mál það er
að hafa krabbamein og að verða að.fá
allar þessar sprautur og þessar rönt-
gengeisialækningar. Stundum gat ég
ekki sofið á nóttunni. Ég sat uppi með
teppi vafið utan um gamla, grsna
sloppinn minn, alein I myrkrinu,
meðan maðurinn minn og barnið mitt
sváfu. Ég varð hrædd. Hvernig er það
að deyja? Bara að einhver gæti sagt
mér það ....
Henni geðjaðist ekki að þeim
áhrifum, sem læknismeðhöndlunin
hafði á hana. „Hún gerir mig veika og
uppstökka,” sagði hún viö Betty, yngri
systur sina. „Ég verð óþolinmóð og
andstyggileg við Tom, og samband
>.:-;kar Jenny breytist þá lika,
skilningur minn og tjáningar-
sambandið á milli okkar Jenny. Ég
get þá ekki lengur verið það, sem ég
vil vera, góð eiginkona og góö móðir.”
Hún fór nú að þrjózkast við að fara i
sjúkrahúsið til meðhöndlunar. Tom
gat ekki skilið þennan mótþróa henn-
ar. Hann þurfti aö.biðja hana, rifast
við hana og jafnvel að skamma hana
til þess að fá hana til að fara.
Eftir tveggja mánaða meðhöndlun
ákvað Lyn, að meöhöndluninni skyldi
hætt. Hún neitaði ákveöið að fara, og
henni varð ekki þokað. Læknarnir
reyndu að fá hana til þess að breyta
þessari ákvörðun sinni, en þeir gátu
ekki veitt henni neina tryggingu fyrir
þvi, að meöhöndlunin gerði nokkurt
gagn. Tom grátbað hana: „Lyn,
gerðu það fyrir mig. Reyndu þetta
einu sinni enn. Þú mátt ekki gefast
upp án þess að berjast fyrst. Við
þörfnumst þin.”
„Ég-veit þaö. Og ég er að reyna að
fullnægja þeirri þörf á þann bezta hátt,
sem mér finnst, að mér sé unnt að gera
það. Læknismeðhöndlunin hindrar
mig i að gera mitt bezta fyrir ykkur
Jenny.”
Það fór svo að lokum, að læknarnir
uröu á sama máli og hún. En Tom
gerði ráð fyrir, að Lyn heföi gefizt upp.
Og hann vissi ekki, hvað halda skyldi.
Hann varö óttasleginn, þar eð hann
fann að hann var leiksoppur aðstæðna,
sem hann réö ekkert við. Ungu hjónin