Úrval - 01.07.1972, Side 70
68
fullyrti, að hann gæti léngt lifiB með
að sprauta fólk með frumum úr
lambsfóstrum. Með visindalegum
rannsóknum hefur einnig komið i ljós,
að þessi aðferð náði ekki tilætluðum
árangri
6. Ahrif vaka frá ungviði á
ellihrörnunina—Arið 1936 uppgötvaði
lifefnafræðingurinn Wigglesworth
læk'nir i Cambridge það, sem hann
kallaði ungviöis-vaka i smákirtlum I
lirfuheila. Þegar þessir kirtlar voru
fjarlægðir, breyttist lirfan ekki i
fiðrildi en hélzt á lirfuskeiðinu. 1 blóð-
rásarkerfi ungra dýra og skorkvikinda
er eitthvað, sem heldur þeim ungum.
Ef gamall kakalaki missir fót, vex
hann ekki eins hratt að nýju og hjá
ungum kakalaka. En ef gamall og
ungur kakalaki eru tengdir saman
meö skurðaðgerð, þannig að þeir fái
sameiginlega blóðrás og siðan numinn
burtu einn fótur af þeim gamla, vex
hann hratt fram á ný.
Clive McClay við Cornell háskólann
hefur sýnt margar rottusamstæður,
sem blóðrásin var tengd saman hjá
með skurðaðgerö. Görnul rotta, sem
var tengd ungri rottu, lifði rmklu
lengur en hún annars gat gert. Ein-
hver efni i blóðrás ungu rottanna héldu
gömlu rottunum lifandi. Prófessor
N.C. Williams við Harward spitalar.n
fullyrðir, að samskonar efni séu I
mannsblóði. Þau hafa fundizt i
fylgjunni og briskirtlinum. Til allrar
hamingju er okkur ennþá hlift við
æskusprautum. Enginn mundi óska
þess að vera ungur allt sitt lif og ná
aldrei þroska.
7. Novocain-sprautur áttu að hafa
áhrif á ellihrörnunina. Læknirinn,
Anna Aslan, frá Rúmeniu hélt þvl
fram að hægt væri að lengja lifið með
súrri novocain-upplausn. Skýrslur
hennar vöktu athygli, en þegar
ÖRVAL
aðferðin var reynd i Ameriku undir
ströngu eftirliti, sýndi sig að hún er
einskis virði.
8. Það hefur áhrif á ellina og gang
hennar, hvernig menn hafa vanið sig á
að lifa lifinu. Einu sinni var talið aö
erfðir ákvörðuðu takmörk lifsins og
þannig lengd lifskeiðsins. Það er vitað
með vissu, að erfðir hafa áhrif á
likamsbygginguna. Nýjar rannsóknir
benda hins vegar í þá átt, að þær
venjur, sem fólk temur sér I llfinu, geti
haft viðtækari áhrif á langlifi, en hinar
ættgengu erfðaeindir (gen). A
grundvelli núverandi þekkingar á
ellinni birtum við nokkrar lifsreglur,
sem geta átt sinn þátt I að seinka
ellihrörnun.
1. Hafið góða gát á öndun frumanna.
Þær deyja fái þær ekki nægilegt
súrefni. Þegar frumurnar deyja og
vefirnir skaddast, kemur það niður á
þeim liffærum, sem þær áttu þátt i að
halda við lýði. Liffærin starfa ekki
eins vel og þau ættu að gera, og
loks gefast þau upp.
öndun frumanna byggist á góðri
blóðrás. Þvi veltur allt á að bæta
hana. Það næst bezt með hreyfingu,
sólböðum, hitaböðum, sem örva til
myndunar nýrrar blóðrásar og æða-
tengsla, reglubundnum heitum og
köldum böðum til stælingar á blóðrás-
inni. Nudd á likamann er óbein tegund
hreyfingar, sem á sinn þátt i að fjar-
lægja úrgangsefni. Reglubundin, djúp
innöndun hreins lofts tryggir nægt súr-
efni.
17 kiló stytta lif um 4 ár.
z. Skynsamlegt mataræði er mjög
þýðingarmikið. Borðið ekki of mikið.
Þyngizt ekki um of. Mittið má ekki
gildna um of, það styttir lifið. 17 kilóa
offita styttir það að jafnaði um 4 ár.
En sá, sem er orðinn of feitur, en