Úrval - 01.07.1972, Page 77
LÆKNINGAMIÐILLINN
75
mörgum finnst ótrúlegt, að ég sé við
lækningar riðinn, og það er alveg
eðlilegt og þannig er mér sjálfum
farið. Það hindrar fólk þó ekki til áð
koma, og fólk skilur þetta betur á eftir.
Viðhorfi læknanna er ég ekki vel
kunnugur, en hef mætt bæði kulda frá
þeirra hendi, en einnig miklum
skilningi. Þeir þurfa auðvitað að
kynnast þessum þætti lækninga til
þess að geta dæmt um gildi þeirra. Ég
verð að sætta mig við það, sem þeir og
aðrir álita, hvort sem það er mér að
skapi eða ekki, og hvernig sem áiitið
er rökstutt. En ég hlýt að halda þvi
starfi áfram, sem ég hef tekið að mér,
svo einkennilegt sem það nú er
Finnst þér þinn þáttur i starfi hinna
framliðnu lækna þroskandi fyrir þig?
An efa. Starfið hefur veitt mér
hamingju- og reynslustundir, og mér
finnst ég vera betri maður en ég var,
og veitti ekki af.
Nokkuð að lokum, Einar?
Nei, ekki annað en þaö, að ég vona
að þetta viðtal veki engar
deilur. Ég vil starfa i friði, og i sátt við
allt og alla, og starf mitt er á engan
hátt neitt dularfullt hvaö mig snertir,
enda öllum greið leið að kynnast þvi,
einsogéghefnúlýstþvi. Ogþeir, sem
telja sig hafa fengiö einhverja bót
meina sinna hér, eiga ekki að þakka
mér það, heldur hinum látnu læknum,
sem vilja halda áfram starfi sinu
meöal mannanna og senda þeim
lækningakraft sinn ,,i gegn um mig”,
eins og áður segir.
Samtalinu er lokið og ég þakka
svörin.
Viltu auka orðaforða þinn?
Svör af bls.18
1. glettinn, spaugsamur, 2. snjókorn,
stakir regndropar, 3. að gefa frá sér
lágt, óákveðið hljóð, 4. eirðarlaus, 5.
stóreygður, 6. að bresta, að marra, 7.
fús, einbeittur, 8. að gera að gamni
sinu, að leika sér. 9.
eölisfar, einkenni, 10. býsn, fjöldi, 11.
að búast til e-s, 12. að flá, að taka
börkinn af, 13. dýr eða planta, sem
snlkill lifir á (i) og fær næringu sina
frá, 14. bani, 15. að hika við e-ð, 16.
sviksemi, leti, 17. uppspunninn, 18.
litlar, þéttar öldur, 19. galli, lýti, 20. að
lýsast.