Úrval - 01.07.1972, Page 97
SIÐUSTU DAGAR MUSSOLINIS
95
Hitler reiddist ákaflega.
lofti. En svo sagði Mussolini, líkt og
honum brygði hvergi: „Ég hef ekkert
á móti því, að þær tvær hittist. En
gerist önnur hvor þeirra of hávær,
skuluð þér binda enda á það.”
Spoegler kom auga á Rachele fyrir
utan húsið, þar sem hún var að reyna
að klifra yfir járnhliðið að garðinum,
sem var 9 feta hátt, en innanrfkis-
ráðherrann, sem var fylgdarmaður
hennar, togaði sem óður væri i pils
hennar og grátbað hana: „Yðar
hátign, komið niður!” Lifvörðurinn
hleypti henni nú inn i húsið. Á meðan
hringdi Mussolini i Clarettu. Og nú
hafði hún klætt sig mjög glæsilega.
Hún var i stórkostlegum, áberandi
kjól, loðskinnsbrydduðum og hlaðin
skartgripum. „Þetta er nú helzt til
ögrandi búningur,” hugsaði Spoegler
með sjálfum sér órór i bragði.
Hann hafði á réttu að standa. „Nú,
það er þá svona, sem kona klæðir sig,
sem þjóðhöfðingi heldur við.” sagði
Rachele. „Og litið svo á mig . . . mig,
sem er gift honum.”
Þegar Rachele gaf i skyn, að
Claretta væri bara „viðhald”, varö
hún alveg óð af bræði. „Hún er vit-
skert, hættuleg!” hrópaði Claretta.
„Komið henni burt héðan!” Svo
steinleið yfir hana.
Þetta haföi ekki hin minnstu áhrif á
Rachele. Hún beið þess bara, að
Claretta raknaði úr rotinu. Og þegar
hún hafði gert það, hóf Rachele árás
ab nýju. Hún krafðist þess, að Claretta
byndi enda á samband sitt við
Mussolini hennar vegna og vegna
Italíu.
Yngri konan snerist til varnar. Hún
sagði að Foringinn þarfnaðist hennar,
sagðist vera hinn siðferöilegi styrkur
hans. Hún hringdi i Mussolini og bað