Úrval - 01.07.1972, Page 102
100
ÚRVAL
slðan halda áfram ferhinni til
Þýzkalands. Hann sagði, að Mussolini
yrði að fylgja þeim, dulbúinn sem
þúzkur hermaður.
,,En ég mun skammast min, þegar
ég hitti Foringjann Adolf Hitler og
verð að segja honum, að ég hafi verið
neyddur til þess að grípa til þessa
bragðs,” maldaði Foringinn I móinn.
,jÞetta er eina vonin til þess, að þér
komizt I gegnum vegartálmunina,”
svaraði Fallmeyer þá.
Mussolini var ekki ánægður með
þetta, en sagðist skyldu „hugsa um
það”. „Foringi, það gefst enginn timi
til umhugsunar,” sagði stormsveitar-
llfvörður hans. „Takið tafarlausa á-
kvörðun, vegna þess að við erum að
fara.” Mussolini reiddist. Hann fór
upp I brynvagninn og skellti hurðinni á
eftir sér. Þýzkur hermaður svipti
henni upp og kastaði inn til hans
yfirfrakka og hjálmi liðþjálfa.
Nokkrum minútum slðar steig
Mussolini niður úr brynvagninum.
'fjálmurinn sneri öfugt á höfðinu, og
yfirfrakkinn var svo siður, að hann
náði honum alveg niður á tær. Llf-
verðir hans löguðu hjálminn á höfði
hans og fengu honum sólgleraugu og
vélskambyssu af gerðinni P-38. En nú
heimtaði Mussolini að ráðherrar hans
fengju einnig að fara með þeim. Það
var ómögulegt. „Þá verður vinkona
mln að minnsta kosti að fá að fara
með,” sagði Foringinn bænarrómi og
benti á Clarettu, sem stóð grátandi hjá
bílnum
„Það er einnig ógerlegt, Foringi,”
var svarið. Mussoiini klöngraðist
þægur upp i þriðja vörubilinn I
lestinni. Þjóðverjarnir skyggðu á
hann á meðan, svo að það bæri sem
minnst á þessu. Siðan óku bilarnir af
stað.
Klukkan þrjú var fremsta bilnum i
lestinni ekið niður á hafnarbakkann I
Dongo, þar sem sveit skæruliða beið
þeirra til þess að leita á þeim. Foringi
þeirra, Urbano „BiU” Lazzaro, var að
athuga þýzk skjöl I öðrum vörubilnum,
þegar hann heyrði hróp. Hann stökk
niöur af bílnum og sá þá Giuseppe
Negri koma hlaupandi I áttina til sln.
Negri hafði verið skytta á skipi, sem
Mussolini hafði eitt sinn siglt með.
Hann hafði staðið augliti til auglitis við
Foringjann, og hann hafði aldrei getað
gleymt þvi.
„Bill,” hvislaði hann æstur, „við
erum búnir að ná Skepnunni.”
BÖN CLARETTU.
Mussolini sýndi engan mótþróa,
þegar hann var handtekinn. „Ég mun
ekki gera neitt,” sagði hann fjarrænni
röddu, um leið og hann klöngraðist
niður af vörubllnum. Það var farið
með hann inn I ráðhúsið I Dongo, og
þarsat hann eins og maður, sem hefur
orðið fyrir áfalli, og bað ekki um annað
en glas af vatni.
Skæruliðaforinginn Bellini ætlaði
ekki að láta gera honum neitt mein, en
hann hræddist tilraun fasista til þess
að ná yfirhöndinni að nýju. Hann
treysti ekki heldur byssuglöðu
nýliðunum, sem streymdu stöðugt til
liðs við skæruliðana þessa dagana.
Það, sem hafði freistað margra
þeirra, var orðrómur um, að I bif-
reiðalestinni væri að finna varasjóði
Salolýðveldisins I gullstöngum og
erlendum gjaldeyri. Klukkan 7 um
kvöldið fór Bellini sjálfur með
Foringjnnn til klefa I herskálum
Fjármálavarðliðanna I Germasino
uppi I fjöllunum fjórar mllur frá
Dongo. Þar hvildi þoka yfir öllu
Þegar þangað kom, bað Mussolini
skæruliðaforingjann um það vand-
ræðalegur á svip aö skila kveöiu til