Úrval - 01.07.1972, Page 114
112
ÚRVAL
Kínadagbók Micheners
Heimskunnur blaðamaður lýsir daglegu lifi i Kina,
en hann ferðaðist um þetta dularfulla land,
eftir að gætt var opnuð á „bambustjaldið” i vor.
Það eru fá lönd i heiminum, sem James Michener hefur
ekki heimsótt og skrifað um. Allt frá þvi hann skrifaði
Pulitzer-verðlaunabókina ,,Sögur úr Suður-Kyrrahafinu”
þar til hann sendi frá sér siðustu metsölubókina,
„Flækingarnir”, sem er nýkomin út, hefur hann sifellt
verið á faraldsfæti. Bækur hans gerast á ýmsum
fjarlægum stöðum, og i þeim hefur hann gætt ótal
framandi og fjarlæga staði lifi og gert sinum fjölmörgu
lesendum fært að skynja þessa staði og sérkenni þeirra.
Hann er snjall blaðamaður og hefur skrifað ýmsar bækur
um sannsögulega viðburði, svo sem uppreisnina I
Ungverjalandi („Brúin við Andau”) og uppþotin og drápin
við Kent-rikisháskólann árið 1970 („Kent-ríkisháskólinn:
Hvað þar gerðist og hvers vegna það gerðist”). Og þær
bækur hans hafa eigi siður orðið vinsælar en skáldsögur
hans. Það var þvi mjög rökrétt, að hann yrði valinn til þess
að fylgjast með Nixon forseta á ferðalagi hans til Kina i
febrúar nú I ár, þvi ferðalagi, sem átti sér ekkert fordæmi i
sögu samskipta Kina og Bandarikjanna. í frásögn sinni af
ferðalagi þessu segir Michener söguna af þessari sögulegu
viku, sem forsetinn og fylgdarlið hans eyddi I Kina. Hann
gæðir frásögn sina litauðgi Austurlanda. Hann skyggnist á
bak við tjöldin á þann veg, sem hefur gert hann að
einum mestmetna rithöfundi Bandarikjanna.
ÚrReader’s Digest.