Úrval - 01.07.1972, Qupperneq 115
KINADAGBÓK MICHENERS
113
Peking, mánudaginn 21. febrúar.
Mér brá illilega I brún, er ég stóö
þarna meðal hinna fréttamannanna
þénnan fagra vetrarmorgun ' á
flugvellinum 1 Peking og beiö þess, aö
flugvél Nixons forseta lenti. Flestir
bandarlsku fréttamannanna, sem
voru 87 talsins, höföu komiö til Peking
á sunnudagskvöldinu. Ög þar sem við
biðum nú þarna á flugvellinum, fannst
mörgum okkar, að Kinverjar hlytu að
hafa ákveðið aö sýna forseta Banda-
rikjanna litilsvirðingu með þvi að láta
sem minnst bera á komu hans.
Hvað hafði gerzt? Kina, land 750
milljóna manna, hafði nú teflt fram
móttökuhóp, sem var litið fjölmennari
en lið okkar fréttamannanna, þótt
leiðtogar landsins geti að vild kallað á
vettvang mannhaf, sem hrópar og
veifar eftir pöntun. Þegar ég virti
fyrir mér það fólk, sem saman var
komið á flugvellinum, sá ég það aðeins
túikana okkar, lúðrasveit, þann
minnsta heiðursvörð, sem hægt var að
sýna, og fámenna embættis-
mannasveit. Þar að auki vorú staddir
þarna 18 aörir Kinverjar, liklega
meðlimir leyniþjónustunnar. Chou
En-lai forsætisráðherra lét ekki sjá sig
til þess að vera viðstaddur þessa
örstuttu athöfn fyrr en á allra siðasta
augnabliki.
Við vorum ekki viðbúnir svo kulda-
legum móttökum. Sumir okkar
heyrðu, þegar bandariskur embættis-
maður var að tala I talstöö við þá I
flugvélinni, þegar hún nálgaðist
flugvöllinn. Við heyrðum hann segja:
„Það er rétt. Það er enginn mann
fjöldi á flugvellinum.” Peter Lisagor
frá dagblaðinu Chicago Daily News,
sagði I gamni: „Þegar Nixon sér,
hvað fátt fólk er hér saman komið,
mun hann gerast stuðningsmaður
flutnings skólabarna i skólabilum milli
borgarskólahverfa til styrktar sam-
skólun hvitra og svartra nemenda.”
Þetta vakti hlátur okkar. En túlkurinn
okkar, hann Fu Fung-kuei hló samt
ekki. Hann setti ofan I við okkur
byrstur á svip með þessum orðum:
„Hér I Kina elskum við leiðtoga okkar,
og okkur mundi aldrei koma til hugar
að segja gamansögur af þeim.”
A hinni löngú leið inn til Peking-
borgar urðum við varla varir við
nokkra umferð á þjóðvegunum. öðru
hverju sáum við, að sveitamenn, sem
voru að aka á markaðinn I uxakerrum
sinúm, höfðu verið stöðvaðir á hliðar-
vegum nokkurn spöl frá þjóðveginum.
Skógarhöggsmenn, sem voru aö
hreinsa til i skóginum, litu sem
snöggvast upp, þegar við fórum fram
hjá, en héldu svo tafarlaust áfram
vinnu sinni. Það var augsýnilegt, að
enginn við þennan þjóðveg vissi, að
Nixon forseti var að heimsækja Kina.
Svo ókum við inn I sjálfa
Pekingborg, þessa stórkostlegu borg