Úrval - 01.07.1972, Síða 129
KINADAGBÓK MICHENERS
127
stendur). Ég hef frétt um stórkost-
legan árangur við lækningu á verkjum
I mjóhrygg og held, aö margir Banda-
rlkjamenn (þarámeðal ég),sem þjást
af verkjum i mjóhrygg, gætu fengiö
lækningu meö silfurnálum á þennan
hátt eöa aö minnsta kosti nokkra bót
meina sinna. Iþróttamenn gætu einnig
á þann hátt jafnað sig fyrr eftir vöðva-
tognun og eymsli i handleggjum. Sam
McDowell, sem lék áöur baseball meö
liöinu „Cleveland-Indiánarnir” en
leikur nú meö „San Francisco-ris-
unum”, þakkar það nálarstunguað-
gerö, aö honum batnaði i vinstri
öxlinni, sem hann hafði haft mikil
eymsli i. Sá sem framkvæmdi aögerð
þessa, var þjálfari hjá japönsku base-
ballliði, sem var i keppnisferð i
Bandarikjunum.
Mao fann upp færibandið!
I Dongfanghong-bifreiöaverksmiðj-
unni, miövikudaginn 23. febrúar.
I morgun bauð leiðsögumaður minn
mér að velja um niu staði, sem rnér
stæöi til boða að heimsækja. Ég valdi
bifreiðaverksmiðju.
Við ókum til suðurútjaðars Peking,
en þar gat að lita röð af snyrtilegum,
lágum byggingum, og var svæðið af-
girt og allt tandurhreint þar. Verk-
smiðju þessari stjórnuðu tveir menn,
sem höföu ekki fengið þjálfun i bif-
reiðaframleiðslu. Það voru þeir Ching
Ping, 54ára að akdrei, fyrrverandi lið-
foringi i hernum, og Fung Ke, 49 ára
að aldrei, sem var embættismaður
flokksins. Þeir voru gáfaðir, og aug-
sýnilega höfðu þeir mikinn áhuga á
þvi, að ég skoðaði verksmiðjuna. Þeir
sögðu, að árið 1958 hefði verksmiðjan
aðeins verið viðgerðarstæði, en nú
væri þarna fullkomin verksmiðja.
„Við gátum gert slikar endurbætur,
vegna þess aö við fylgdum kenningum
Maos formanns,” sagði Ching Ping i
skýringarskyni. „Það var snilli hans,
sem sýndi okkur, hvernig við ættum aö
finna upp nýjar vélar til þess að leysa
af hendi vinnuna fyrir okkur. Og það
er Mao að þakka, að starfsmenn okkar
hafa fundið upp 270 nýjar vélar og
vélaverkfæri.”
Ég bað um að fá að sjá nokkrar af
þessum uppfinningum, og Ching gekk
með mig að frumstæðu færibandi.
Hann sagði til skýringar fyrirkomu-
lagi þessu: „1 gamla daga stóð undir-
vagn jeppans á einum stað, og verka-
mennirnir gengu allir að honum með
sina hluti. En árið 1965 datt einum
starfsmanninum i hug vegna inn-
blásturs frá kenningum Maos að segja
undirvagninn á hreyfanlegt belti,
þannig að það færðist til mannanna
meö undirvagninum á, en þeir væru
kyrrir á slnum stað!”
Ég gaf til kynna, að kannske hefði
þessi róttæka uppfinning veriö fundin
upp áður á einhverjum öðrum stað,
t.d. I bifreiðaverksmiðju Fords i
Bandarikjunum, en Ching svaraöi:
„Nei! Aðeins snilli Maos formanns
hefði getað veitt manninum slikan inn-
blástur.” Hið sama endurtók sig við
næsta færiband, þar sem ég talaði við
ungfrú Li Chinming, sem vann með
þrýstibor með mörgum hausum. Hún
sagði, að I gamla daga hefði borinn
hennar aðeins haft einn haus, en snjall
vélvirki, sem treysti á leiðbeiningar
Maos, hefði komið fram með þá hug-
mynd að bæta tveim viðbótarhausum
við borinn og fullkomna þá upp-
finningu smám saman. Hún var viss
um, að það væri ekki til neitt svona
snilldarlegt tæki I verksmiðjunum I
Bandarlkjunum. En nú var ég búinn
að læra það mikið, að ég gat ekki