Úrval - 01.07.1972, Page 131
i
KINADAGBÖK MICHENERS
9
v
e
129
Fátt vaktl meiri uárwi átleadingaBna en að sjá hápa Kinverja við snjómokatar
um hánótt.
mal-skóla”, þ.e. fjölda sveitabetr-
unarhæla, sem þeir menntamenn og
embættismenn, sem liföu af hreinsanir
RauBu varðliðanna, voru sendir á til
endurmenntunar. Fyrrverandi
framámenn á ýmsum sviðum eyddu
og eyða enn frá 6 mánuðum til tveggja
ára i þessum skólum, og þar lærist
þeim vel, hvað felst I orðinu „agi”.
(Skólar þessir bera nafn þess dags,
þegar Mao hélt sina frægu ræðu og
heimtaði, að endurskoðunartilhneig-
ingum skyldi útrýmt Ur hinni kom-
múnisku hugsjón. A þessum stöðum,
sem einkennast af fátæklegu umh-
verfi, eru þeir endurmenntaðir á þann
hátt, að þeim er kennt að verða
bændur, að gleyma öllum bókalær-
dómi og aö treysta aðeins á kenningar
Maos. Ég fékk tækifæri til þess að
hitta tvo menn, sem útskrifazt höfðu
úr „7. mai-skólum”. Þeir sögðu báðir:
„1 skólanum lærðist mér, aö Mao einn
getur bjargað Kina. Ég viðurkenndi
mina fyrri villu og kom þaöan sem
miklu betri maður en ég hafði áður
verið.”
Við Kinamúrinn mikla, fimmtudaginn
24. febrúar.
Kinamúrinn mikli er ekki talinn
meðal hinna „sjö furðuverka heims-
ins”, vegna þess að sú upptalning tók
aðeins til bygginga og framkvæmda i
löndunum við Miðjarðarhaf. Kina-
múrinn mikli er slikt stórfenglegt af-
rek, að hann er alveg sér i flokki og
verður ekki borinn saman við neitt
annað hér á jörðu. Þegar geimfarar
yfirgefa jörðina og fljúga út i geiminn,
er Klnamúrinn það handaverk mann-
anna, sem þeir geta greint lengst.
Hann er ótrúlega risavaxinn .... 168i
milur á lengd. Hann er 25 feta breiður
neðst og allt að þvi 30 fet á hæð og
nægilega breiður efst til þess, að hægt
er að aka hestvagni eftir honum. Meó